Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 19
Fréttir Erlent 19Vikublað 7.–9. október 2014
Næstu lönd á
listanum
9. Japan
10. Nýja-Sjáland
11. Bretland
12. Danmörk
13. Ástralía
14. Austurríki
15. Finnland
16. Frakkland
17. Írland
18. Ísrael
19. Lúxemborg
20. Eistland
21. Spánn
22. Chile
23. Úrúgvæ
24. Panama
25. Tékkland
26. Kostaríka
27. Belgía
28. Georgía
29. Slóvenía
30. Mexíkó
------
Neðstu lönd listans:
92. Tansanía
93. Malaví
94. Vesturbakkinn og Gaza
95. Mósambík
96. Afganistan
Það er best að
eldast í Noregi
n Íslendingar koma vel út í alþjóðlegum samanburði n Vesturlöndin raða sér fremst
Í
sland er í sjöunda sæti yfir þau
lönd sem best er að eldast í, sam-
kvæmt nýrri skýrslu Global Age
Watch. Landið skýtur löndum á
borð við Danmörku, Finnland,
Frakkland og Bretland ref fyrir rass
en lætur í minni pokann fyrir Noregi,
Svíþjóð, Sviss, Kanada, Þýskalandi
og Hollandi. Eins og stundum áður
raða Norðurlöndin, löndin vestar-
lega í Evrópu, Eyjaálfulöndin og
löndin í Norður-Ameríku sér efst á
blað. Þar eru lífsgæði mest. Í þeim
mælikvörðum sem hér eru dregn-
ir út; atvinnuþátttöku og fátækt,
er miðað við fólk sem er 60 ára eða
eldra. Fjórir meginflokkar eru annars
hafðir til hliðsjónar í þessari skýrslu
Global Age Watch. Það eru:
1 Fjárhagslegt öryggi [e. Income security]. Þar er
horft til lífeyrismála, landsfram-
leiðslu, velferðar og hlutfalls þeirra
sem eru undir fátæktarmörkum.
2 Heilsa [e. Health status]. Þar er horft til þess hverjar lífslíkur
eru í viðkomandi landi og hvernig
heilsufar eldri borgara er.
3 Hæfni [e. Capability]. Þar eru inn í jöfnunina teknir þættir á
borð við atvinnuleysi og menntun-
arstig.
4 Samfélaglegir þættir [Enabling societies and en-
vironment]. Þar er tengslanet fólks
metið, öryggi, aðgengi að samgöng-
um og borgarlegt frelsi.
1 Noregur Meðallífeyrir
á mánuði: 1.012
Bandaríkjadalir
Eftirlaunaaldur:
67 ár
Fjöldi eldri en 60 ára: 1,1
milljón
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 70,9%
Fátækt (60+): 1,8%
Eins og á svo mörgum öðrum
sviðum standa frændur okkar
Norðmenn öllum framar. Hvergi er
betra að verða gamall en í olíuríkinu
Noregi. Landið er í fyrsta sæti þegar
kemur að fjárhagslegu öryggi eldra
fólks, enda tryggir ríkið öllum fram-
færslu. Landið er líka í fyrsta sæti
yfir hæfni. Landið er í fjórða sæti yfir
samfélagslega þætti.
2 Svíþjóð Meðallífeyrir
á mánuði: 1.182
Bandaríkjadalir
Eftirlaunaaldur:
65 ár
Fjöldi eldri en 60 ára:
2,5 milljónir
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 73%
Fátækt (60+): 5%
Svíar fylgja Norðmönnum fast á
hæla. Svíar eru á topp tíu á þremur
mælikvörðum af fjórum. Í þeim
fjórða, heilsu, eru þeir í 12 sæti.
73 prósent Svía á aldrinum 55–64
ára eru með atvinnu og ríflega 70
prósent, 60 ára og eldri, eru með
framhaldsmenntun af einhverju
tagi. Aðeins 5 prósent þeirra sem
eru 60 ára eða eldri eru með lægri
tekjur en sem nemur helmingi af
meðaltalstekjum þjóðarinnar.
3 Sviss Meðallífeyrir
á mánuði: 1.268
Bandaríkjadalir
Eftirlaunaaldur:
Karlar 60 ár en konur
65 ár
Fjöldi eldri en 60 ára: Ekki gefið upp
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 70,5%
Fátækt (60+):17,6%
Sviss er í þriðja sæti á listanum og
kemur vel út í hvívetna. Landið
er í fyrsta sæti yfir samfélagslega
þætti; borgaralegt frelsi og félags-
legt öryggi. Landið er í öðru sæti
þegar kemur að heilsufarslegum
þáttum en skorar lægst í flokknum
fjárhagslegu öryggi, er í 29. sæti. Það
skýrist af því að óvenju hátt hlutfall
eldra fólks glímir við fátækt, eða 17,6
prósent.
4 Kanada Meðallífeyrir
á mánuði: 522
Bandaríkjadalir
Eftirlaunaaldur:
65 ár
Fjöldi eldri en 60 ára:
7,7 milljónir
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 59,8%
Fátækt (60+): 7,2%
Kanadamenn standa sig áberandi
best í Ameríku. Landið er á topp tíu í
öllum fjórum meginflokkunum, sem
er nokkuð vel að verki staðið. Þegar
rýnt er í þættina sem viðkoma heilsu
er Kanada yfir meðallagi álfunnar í
öllum þáttum. Lífeyrisgreiðslur eru
hærri en í Bandaríkjunum og raunar
23 prósentum hærri en meðaltalið í
álfunni.
5 ÞýskalandMeðallífeyrir
á mánuði: Engar
lífeyrisgreiðslur
Eftirlaunaaldur:
Á ekki við
Fjöldi eldri en 60 ára:
22,7 milljónir
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 61,5%
Fátækt (60+): 9,7%
Þjóðverjar skora ágætlega á öllum
mælikvörðum. Þeir hafa bætt sig
mjög þegar kemur að „hæfni“ enda
hefur atvinnuþátttaka eldra fólks
aukist mjög undanfarið. Þá er þetta
fólk vel í stakk búið þegar kemur að
menntun; hlutfall þeirra sem hafa
framhaldsmenntun er 87,8 prósent.
6 HollandMeðallífeyrir
á mánuði: 1405
Bandaríkjadalir
Eftirlaunaaldur:
65 ár
Fjöldi eldri en 60 ára:
4,4 milljónir
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 58,6%
Fátækt (60+): 3,1%
Hollendingar koma vel út, eins og
stundum áður. Ríkið tryggir öllum
þeim sem náð hafa aldri lífeyris-
greiðslur og eru þær nokkuð háar.
Tiltölulega lágt hlutfall eldri borgara
glímir við fátækt, samanborið við
nágrannalöndin. Að sama skapi er
færni þessa fólks góð; 81 prósent
hefur lokið framhaldsmenntun.
7 Ísland Meðallífeyrir
á mánuði: 211
Bandaríkjadalir
Eftir launaaldur:
67 ár
Fjöldi eldri en 60 ára:
U.þ.b. 100.000
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 79,1%
Fátækt (60+): 1,6%
Samkvæmt úttektinni fá lífeyris-
þegar tæplega 26 þúsund krónur á
mánuði auk þess sem þeir fá það
sem talið er af yfirvöldum lág-
marksframfærsla. Hlutfall fátæks
eldra fólks er að sama skapi lægst í
heiminum; eða 1,6%. Ísland líður
fyrir það hversu fáir þeirra sem eldri
eru sækja skóla, eða 40%.
8 BandaríkinMeðallífeyrir
á mánuði: Engar
lífeyrisgreiðslur
Eftirlaunaaldur:
Á ekki við
Fjöldi eldri en 60 ára:
64,9 milljónir
Atvinnuþátttaka (55–64 ára): 60,9%
Fátækt (60+): 14,6%
Bandaríkjamenn koma þokkalega
út og miklu betur en í fyrra. Það má
helst rekja til aukinnar atvinnuþátt-
töku eldra fólks. Þá hækkar hlutfall
þeirra eldri sem hafa lokið fram-
haldsmenntun í 95,6%, samkvæmt
úttektinni. Það sem dregur landið
nokkuð niður er heilsufar og lífslíkur
eldra fólks.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Hamingja Það er gott
að búa á Norðurlöndun-
um þegar maður eldist.
Það sýna alþjóðlegir
mælikvarðar.