Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 7.–9. október 201410 Fréttir
11,5 milljóna ríkisstyrkir
fóru upp í arðgreiðslur
Fjárlaganefnd veitti Rannsóknum og greiningu ítrekað styrki sem félagið þurfti ekki á að halda í rekstrinum
E
inkahlutafélagið Rannsókn-
ir og greining, sem er í eigu
Ingu Dóru Sigfúsdóttur,
greiddi út arð til hluthafa
upp á 6,35 milljónir króna
árið 2007 vegna rekstrarársins eft-
ir að hafa fengið 3,5 milljóna styrk
á fjárlögum árið áður. Félagið hagn-
aðist um 6,6 milljónir árið sem arð-
urinn var greiddur út vegna. Þannig
má segja að styrkurinn, sem skil-
greindur var undir liðnum „ýmis
framlög“ í fjárlögum ársins 2006,
hafi runnið beint frá ríkinu í gegn-
um einkahlutafélagið og þaðan út
til hluthafa.
Inga Dóra var aðstoðarmaður
Ólafs G. Einarssonar menntamála-
ráðherra um tíma í fyrstu ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar á árunum 1991
til 1995 og starfaði einnig í mennta-
málaráðuneytinu í tíð Björns Bjarna-
sonar.
Fréttablaðið greindi fyrst frá því
í síðustu viku að Rannsóknir og
greining, sem stundar æskulýðs-
rannsóknir, hefði fengið meira en
50 milljónir króna frá ríkinu frá ár-
inu 2006 vegna rannsókna sinna.
Í blaðinu kom fram að þessi vinna
hefði átt sér stað án útboðs. Þar
kom einnig fram að greiðslurnar
til Rannsókna og greiningar hefðu
verið færðar undir liðinn „æsku-
lýðsrannsóknir“ og að þetta fyrir-
tæki hefði fengið megnið af þeim
fjármunum sem fór í málaflokkinn.
Í Fréttablaðinu kom fram að Ríkis-
endurskoðun teldi að skoða þyrfti
samning fyrirtækisins við ráðu-
neytið en hann rann út árið 2009 og
var þá endurnýjaður til ársins 2016.
Þurfti ekki styrkinn
Miðað við stöðu einkahlutafé-
lagsins árið 2006 þurfti fyrirtækið
styrksins ekki við vegna rekstrar-
ins enda skilaði félagið 6,6 milljóna
hagnaði. Í skýrslu stjórnar fyrirtæk-
isins fyrir árið 2006 segir um styrk-
veitinguna frá fjárlaganefnd: „Fjár-
laganefnd varð enn við beiðni
félagsins um stuðning við rann-
sóknir á ungu fólki á Íslandi og
kunnum við nefndinni þakkir fyrir
skilning á því mikilvæga málefni.“
Miðað við stöðu fyrirtækisins
þurfti fyrirtækið hins vegar ekki
styrkjarins við til að sinna „rann-
sóknum á ungu fólki“ þar sem rekstr-
arafgangurinn var nærri tvöfalt hærri
en styrkveitingin.
Fékk oftar styrk
Orðalagið í skýrslunni bendir líka
til að slíkar styrkveitingar hafi verið
fleiri enda er einnig minnst á þær í
ársreikningi fyrir árið 2005 – 4 millj-
ónir – og eins 2007 þar sem skýr
mörk eru milli þeirra fjármuna
sem félagið fékk fyrir rannsóknir
og svo styrkjarins frá fjárlaganefnd:
„Helsta tekjulind félagsins er sala á
rannsóknarupplýsingum til sveitar-
félaga og ráðuneyta en þess utan
varð Fjárlaganefnd við beiðni fé-
lagsins um stuðning og kunnum við
nefndinni þakkir fyrir skilning á því
mikilvæga verkefni sem rannsókn-
irnar eru.“
Árið 2007 fékk fyrirtækið fjögurra
milljóna króna styrk frá ríkinu.
Enginn arður var hins vegar greidd-
ur út vegna rekstrarársins 2007 en þá
skilaði félagið 4,3 milljóna hagnaði.
Félagið fékk því sérstakan styrk
frá fjárlaganefnd þrjú ár í röð, 2005 til
og með 2007. Heildarstyrkveitingar
til félagsins á þessum þremur árum
námu því 11,5 milljónum króna. Við
þetta bættist svo fé sem félagið fékk
vegna samningsins við mennta-
málaráðuneytið.
Sex milljóna arðgreiðsla
Rannsóknir og greining greiddi út
„Fjárlaganefnd
varð enn við beiðni
félagsins um stuðning við
rannsóknir á ungu fólki á
Íslandi.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Tveir samningar gerðir
Tveir langtímasamningar
voru gerðir án útboðs við
Rannsóknir og greiningu í tíð
Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur í menntamálaráðu-
neytinu. Rannsóknir og
greining er til húsa í húsnæði
Háskólans í Reykjavík.
Mynd SIgTryggur ArI
R
annsóknamiðstöðin Rann-
sóknir & greining hefur sér-
hæft sig í rannsóknum á
högum og líðan ungs fólks
undanfarin ár og hafa rannsókn-
irnar vakið athygli langt út fyr-
ir landsteinana, bæði til Evrópu,
Bandaríkjanna og Asíu. Meginá-
hersla R&G frá upphafi hefur ver-
ið lögð á að afla gagna og vinna úr
þeim annars vegar vísindagreinar
og hins vegar hagnýtar upplýsingar
fyrir fólk sem vinnur að málefnum
barna og ungmenna.
Frá árinu 1992 hafa viðamiklar
spurningakannanir verið lagð-
ar fyrir nemendur í efstu bekkjum
grunnskóla, sjá lista yfir kannan-
ir hérna. Upphafsmaður þessara
rannsókna er Þórólfur Þórlindsson
prófessor. Hann var um nokkurra
ára skeið forstöðumaður Rann-
sóknastofnunar uppeldis- og
menntamála og voru rannsóknirn-
ar þá framkvæmdar af hópi félags-
vísindafólks, sem starfaði við þá
stofnun.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, félags-
fræðingur, gegndi á þeim tíma starfi
deildarstjóra rannsóknardeildar
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála og hafði yfirumsjón
með gerð kannana. Árið 1997 vék
Þórólfur úr starfi forstöðumanns
stofnunarinnar. Um svipað leyti var
áherslum í starfi hennar breytt á þá
lund að aðaláhersla var nú lögð á
prófagerð og fleira er að samræmd-
um prófum snéri. Inga Dóra tók á
þessum tíma að sér að framkvæma
úttekt á grunnvísindastarfi fyrir
Rannsóknarráð Íslands og mennta-
málaráðuneyti.
Haustið 1998 leitaði forstöðu-
maður Rannsóknastofnunar upp-
eldis- og menntamála til Ingu Dóru
og óskaði eftir því að hún tæki við
stjórn fyrrgreindra rannsókna á
stofnuninni eða tæki yfir gagna-
bankann í þeim tilgangi að fram-
kvæma slíkar rannsóknir annars
staðar. Forstöðumaðurinn kvað
fjölmarga leita til stofnunarinnar
um úrvinnslu gagnanna, en taldi að
siðferðislega gæti RUM ekki orðið
við þeim óskum, þar sem þar væru
engir af höfundum gagnanna starf-
andi.
Úr varð að Inga Dóra tók gagna-
bankann yfir og stofnaði sjálfstæða
rannsóknamiðstöð, Rannsóknir
& greiningu. Rannsóknir & grein-
ing hefur starfað allt frá árinu 1999
og sinnt fjölmörgum verkum fyrir
ráðuneyti, sveitarfélög og stofnan-
ir. Út hafa komið bækur á vegum
rannsóknamiðstöðvarinnar, viða-
miklar skýrslur auk þess sem fjöl-
margir fyrirlestrar hafa verið fluttir
um málefni ungs fólks.“
Um Rannsóknir og greiningu af
heimasíðu fyrirtækisins.
Tók yfir gagnagrunn frá ríkinu