Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 7.–9. október 2014
stjóri MS, hefur látið hafa eftir sér að
búvörulögin hafi komið neytendum
vel og að í gegnum kerfið hafi kostn-
aður í mjólkurvinnslunni lækkað
um tvo milljarða sem skilað hafi sér
í lægra verði til neytenda.
Hvað er í boði á fákeppnismarkaði?
En hvað er þá í boði fyrir prinsipp-
fólk sem er þannig þenkjandi að
það vill sniðganga vörur frá MS?
Samkvæmt athugun DV þá eru að-
eins þrjú fyrirtæki í mjólkuriðnað-
inum, með vörur í helstu verslun-
um, sem ekki eru með einum eða
öðrum hætti beintengd Mjólkur-
samsölunni. Þetta eru Kú, Arna og
Biobú en vörur þessara fyrirtækja
má finna í flestum helstu matvöru-
verslunum. Síðan eru minni fram-
leiðsluaðilar, einyrkjar og beint frá
býli-framleiðendur sem nálgast má
víða en vörur þeirra er sjaldnast að
finna í mjólkurkælum verslana.
Allir eiga þessir minni keppi-
nautar MS það þó sameiginlegt að
reka sérhæfð fyrirtæki, hver á sínu
sviði. Kú er mest í ostaframleiðslu,
Arna sérhæfir sig í laktósafríum
mjólkurafurðum og Biobú vinnur
lífrænar mjólkurafurðir. Þeir sem
hyggjast sniðganga MS verða því
að laga sig að því, segja skilið við
úrval af vörum og vörumerkjum
sem fylgt hafa mörgum heimilum
frá upphafi og prófa eitthvað nýtt.
Í mörgum verslunum má til dæmis
finna erlendar mjólkurvörur á borð
við osta, sem hafa ber í huga að
MS flytur líka inn í nokkrum mæli.
Ef svo ólíklega vill til að þú finn-
ir verslun sem býður upp á alla
vörulínu minni keppinauta MS
þá er möguleiki að halda áfram
neyslu á hefðbundnum mjólkur-
vörum, næsta óskert. En óformleg
athugun DV á mjólkurkæli Krón-
unnar á Granda sýnir að það get-
ur reynst erfitt eins og sjá má í skýr-
ingarmyndinni hér. DV fór líka í
Bónus þar sem vörur minni keppi-
nautanna voru þó heldur meira
áberandi og fengu saman nokkrar
hillur í litlum rekka.
Miðað við athugun DV þá virðist
vera hægt að fá það helsta í mjólk-
urvörum sem ratar á innkaupa-
lista heimilanna frá öðrum en MS.
Jógúrt, skyr, mjólk, ab-vörur af ýms-
um toga og rjóma og smjör að ein-
hverju leyti. Arna og Biobú fram-
leiða bæði rjóma en samkvæmt
heimasíðu Biobús þá eru hann af
skornum skammti og aðeins seld-
ur í völdum verslunum. Noti fólk
smjör aðeins á brauð þá eru aðr-
ir möguleikar í boði, meðal annars
viðbit frá Bertolli sem unnið er úr
ólífuolíu.
MS teiknar mjólkurkælana
En baráttan um stöðu á mark-
aði gegn risanum sem er Mjólkur-
samsalan og tengd fyrirtæki er ekki
síst erfið og skökk þegar litið er til
mjólkurkælanna í verslunum. Þar
sem neytendur nálgast vörurnar.
Eins og gefur að skilja þá endur-
spegla þeir mjög bersýnilega 95%
markaðshlutdeild MS og eru því
vörur frá fyrirtækinu í yfirgnæf-
andi meirihluta þar eins og sjá má
í meðfylgjandi skýringarmynd.
Það sem er sérstaklega óeðlilegt
að mati Ólafs Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra Kú, er að MS teiknar
upp alla mjólkurkæla í verslunum
sjálft með sér stöku forriti.
„Það er mjög mikil barátta um
stöðu í kælunum. Það er mjög óeðli-
legt að MS teiknar upp alla mjólkur-
kæla og er með sérstakt forrit sem
kallast Spaceman til þess. Þeir taka
besta plássið fyrir sig og við erum
teiknaðir upp úti í horni og erum að
fá lakara pláss,“ segir Ólafur í sam-
tali við DV um málið. „Það er erfitt
að eiga við þetta og það ætti í raun
að banna þetta. Það verður eigin-
lega að krefjast þess, þetta er mjög
óeðlilegt.“
Þurfa að vera á tánum
Smælingjarnir á mjólkurafurða-
markaði þurfa því sífellt að vera á
tánum og fylgjast með stöðunni.
Ólafur segir að verslanirnar hafi
reynst vel í þessari baráttu, að því
leytinu til að þegar leitað er til þeirra
þá bregðist þær við og leiðrétti upp-
röðun ef keppinautum finnst halla
á sinn hlut. „Það hefur verið mikil
velvild í okkar garð hjá verslunum
þannig að þeir hafa oftast nær, ef við
bendum á þetta, rétt okkar hlut jafn-
harðan.“
Til viðbótar við að markaðsráð-
andi aðili sjái um að hanna fyrir-
komulag uppröðunarinnar í kælum
verslana þá gera þeir einnig út
starfsmenn sem sjá um að raða í
hillurnar. „MS er með yfirgnæf-
andi markaðsstöðu og þeir eru að
stilla upp vörum sínum og keppi-
nautanna. Eru með fjöldann allan
af starfsmönnum í vinnu sem eru
að raða í kæla og oft að forfæra okk-
ar vöru til hliðar og við þurfum að
berjast fyrir plássi,“ segir Ólafur.
Verslunarstjóri sem DV ræddi við
sagði að þó að MS sæi um kælana
þá ættu þeir þá ekki og að hann réði
því á endanum hvernig uppröðun-
in væri. n
Erfitt að sniðganga mjólkurrisann
n Hvað annað er í boði? n MS teiknar upp kælana í verslunum n Keppinautar segjast mæta afgangi n Neytendasamtökin búast við að vörur MS verði sniðgengnar
Arna Á myndina vantar laktósafríu
mjólkina frá Örnu sem var að sögn verslunarstjóra búin
þegar DV bar að garði. Í plássinu sem annars væri notuð
undir mjólk Örnu hafði þess í stað verið settur vagn með
Mysu frá MS. Aðrar vörur frá Örnu voru ekki sjáanlegar.
Kú Þó að úrval osta frá Kú hafi mátt
finna í öðrum kælum verslunarinnar þá fékk
Sýrður (rjómi sem unnin er úr jurtarjóma) aðeins
þetta litla pláss. Tvær tegundir af Sýrðum fengu
tvær litlar raðir hvor uppi í horni.
Veltir tugmilljörðum á ári
Hver Íslendingur drekkur 93,5 lítra af mjólk á ári
MS er fyrirtæki sem veltir 22 milljörðum
króna á ári samkvæmt upplýsingum fyrir
árið 2013, framleiðir 123 milljónir lítra af
mjólk, 48,9 milljónir lítra af ferskvöru og
8,5 milljónir kílóa af ostum/smjörvöru.
Í yfirliti yfir neyslutölur á íbúa fyrir
árið 2013 í kynningarriti MS kemur fram
að hver Íslendingur neyti 93,5 lítra af
drykkjarmjólk á ári, alls 149 lítra af ferskri
vöru þegar allt er talið til, og neytir 26
kílóa af ostum/smjörvöru á ári.
Fá hluta úr rekka í Bónus Hér má sjá einn lítinn rekka í mjólkurkæli Bónuss á Granda.
Hér fær Arna eina og hálfa hillu í rekkanum undir mjólkina, ab-jógúrtina og skyrið. Biobú
fær síðan tvær hillur undir júgúrt, skyr, ab-jógúrt og gríska jógúrt fyrirtækisins. MS er síðan
með rúmlega tvær hillur í þessum sama rekka auk þess að vera með heilan vegg, úr mynd, til
vinstri við þennan. Mynd SMJ