Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 7.–9. október 2014 milljarðamæringar sem byrjuðu á núlli n Fólkið sem byrjaði með tvær hendur tómar en syndir í seðlum í dag n Einn ólst upp á munaðarleysingjaheimili og annar vann við uppvask  Hrökklaðist úr námi Nafn: Larry Ellison Þekktur fyrir: Að stofna Oracle. Eignir: 48 milljarðar dollara Larry fæddist í Brooklyn í New York og var sonur einstæðrar móður. Hann var alinn upp af frænku sinni og frænda í Chicago. Þegar frænkan lést var Ellison í framhaldsskóla. Hann hrökklaðist úr námi og flutti til Kaliforníu, þar sem hann vann, við hin og þessi störf, í einhver átta ár. Í Kaliforníu stofnaði hann hugbúnaðarfyrirtækið Oracle, árið 1977, sem í dag er eitt öflugasta fyrirtæki heims á því sviði. Hann hefur stigið til hliðar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins en lifir lúxuslífi.  Fékk ekki vinnu á KFC Nafn: Jack Ma Þekktur fyrir: Alibaba Eignir: 20,2 milljarðar dala Jack Ma hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og það ekki að ástæðu- lausu. Hann er maðurinn á bak við stærsta hlutafjárútboð sögunnar. Það gerðist þegar vefverslunarfyrirtæki hans, Alibaba, fór á hlutabréfamarkað á dögunum. Ma er fæddur í Hangzhou í Kína og ólst upp í sárri fátækt. Hann reyndi að fá starf á skyndibitastað KFC í borginni en án árangurs. Ma, sem er fimmtugur, er lærður enskukennari og árið 1995 kynntist hann internetinu í fyrsta skipti þegar hann heimsótti Bandaríkin. Ma virðist hafa séð tækifærin sem internetið bauð upp á og fjórum árum síðar, árið 1999, stofnaði hann Alibaba.com – vefverslunarfyrirtæki sem svipar til Amazon.com. Uppgangur vefjarins hefur verið ótrúlegur á undanförnum árum. Til marks um það er Ma nú ríkasti maður Kína og um leið einn ríkasti maður heims.  Seldi eldspýtur Nafn: Ingvar Kamprad Þekktur fyrir: IKEA Eignir: 3,9 milljarðar dala Það þekkja allir Íslendingar IKEA og ef til vill manninn sem stofnaði fyrirtækið, Ingvar Kamprad. Kamprad, sem er 88 ára, þykir hafa haldið einkar vel á spilunum á sínum ferli í viðskiptum. Hann er fæddur í Svíþjóð og ólst að mestu upp á sveitabæ í Svíþjóð. Þegar hann var sjö ára seldi hann nágrönnum sínum á bóndabýlinu eldspýtur, liti og afmæliskort. Ingvar var ekki nema 17 ára þegar hann stofnaði lítið fyrirtæki, IKEA. Fyrirtækið óx hægt og rólega en hjólin fóru að snúast af alvöru þegar Ingvar ákvað að hefja sölu á hús- gögnum þegar hann var 21 árs. Fyrirtækið hélt áfram að vaxa og dafna og í dag eru verslanir IKEA á heimsvísu allavega 340 í 42 löndum. Fyrirtækið veltir stjarnfræði- legum upphæðum á hverju ári.  Vann fegurðar- samkeppni Nafn: Oprah Winfrey Þekkt fyrir: Sjónvarpsþætti Eignir: 3 milljarðar Bandaríkjadala Oprah Winfrey hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum ófárra jarðarbúa undanfarin ár, eða áratugi jafnvel. Oprah ólst upp í fátækt í Mississippi en afrekaði það að komast á skólastyrk í Tennessee State-háskólann eftir að hafa unnið ræðukeppni í miðskóla. Þegar hún var sautján ára tók hún þátt í fegurðar- samkeppni, Miss Black Tennessee, og stóð uppi sem sigurvegari. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum, þegar Oprah var rúmlega tvítug, og las hún til að mynda fréttir fyrir WLAC-TV -sjónvarpsstöðina í Nashville. Árið 1983 flutti hún til Chicago þar sem ferill hennar í sjónvarpi fór á flug fyrir alvöru þegar hún var ráðin sem umsjónarmaður spjallþátt- ar á WLS-sjónvarpstöðinni í Chicago. Óhætt er að segja að móttökurnar hafi verið góðar og árið 1986 fékk þátturinn nýtt nafn, The Oprah Winfrey Show. Vinsældir þáttarins jukust jafnt og þétt og varð hann loks vinsælasti spjallþáttur Bandaríkjanna.  Föðurlaus fjögurra ára Nafn: Roman Abramovich Þekktur fyrir: Að eiga Chelsea Eignir: 9,5 milljarðar dollara Abramovich fæddist árið 1966 í Saratov í Rússlandi. Faðir hans lést þegar hann var fjögurra ára en móðir hans þegar hann var 18 ára. Frændi hans tók unglinginn í fóstur í Moskvu auk þess sem hann var reglulega á heimili ömmu sinnar og afa í Komi, norðarlega í landinu. Hann gekk í skóla, Russia‘s Industrial Institue, og hóf í kjölfarið að stunda viðskipti með olíuafurðir, í vestur- hluta Síberíu. The Guardian hefur greint frá því að Abramovich hafi auðgast þegar hann hlaut náð fyrir augum auðjöfursins Boris Berezovsky. Þetta var árið 1992, þegar innreið kapítalism- ans var hafin í landinu. Berezovsky flúði Rússland eftir ákæru vegna fjársvika. Abramovich tók við veldi hans, þar á meðal Sibneft, fimmta stærsta olíufélagi í landinu, Rusal, einum stærsta álframleiðanda í heimi, og Aeroflot, ráðandi rússnesku flugfélagi. Í kjölfarið fór hann að fjár- festa sjálfur. Hann er í dag einn auðugasti maður Rússlands og á allt sem hugurinn girnist; eitt stærsta knattspyrnufélag í Evrópu, Boeing 767 og risastóra snekkju, svo eitthvað sé nefnt.  Vaskaði upp Nafn: Shahid Khan Þekktur fyrir: Að eiga íþróttafélög Eignir: 4,4 milljarðar dala Shahid Khan er fæddur í Lahore í Pakistan árið 1950. Þegar hann var á sautjánda aldursári, árið 1967, flutti hann til Banda- ríkjanna til að leggja stund á verkfræði- nám í háskólanum í Illinois. Hann kom til Bandaríkjanna með tvær hendur tómar og sá sér farborða með því að vaska upp á skyndibitastað. Launin fyrir uppvaskið voru ekki há, rúmar 200 krónur á núverandi gengi á tímann. Hann entist ekki lengi í uppvaskinu því honum bauðst annað starf samhliða verkfræðinámi sínu hjá fyrirtæki sem kallast Flex-N-Gate. Fyrirtækið framleiddi meðal annars varahluti í bíla. Það var svo árið 1980 að hann keypti fyrirtækið og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Khan hefur alla tíð verið mikill íþróttaunnandi og árið 2011 keypti hann bandaríska NFL-liðið Jacksonville Jaguars. Þá keypti hann enska úrvalsdeildarfélagið Fulham í júlí 2013. Talið er að kaupverðið á fé- laginu hafi numið 150–200 milljónum punda.  Vildi afreka eitthvað Nafn: Howard Schultz Þekktur fyrir: Starbucks Eignir: 2,1 milljarður dala Schultz er þekktastur fyrir að vera eigandi stærstu kaffihúsakeðju heims, Starbucks. Þó að Schultz syndi í seðlum í dag þurfti hann að hafa fyrir hlutunum í æsku. Schultz er frá Brooklyn í New York og bjó hann með fjölskyldu sinni í lítilli blokkaríbúð sem ætluð var fólki sem hafði lítið á milli handanna. Í viðtali við breska blaðið Mirror ekki alls fyrir löngu sagði Schultz að hann hefði viljað afsanna að fólk sem býr í fátækt geti ekki brotist út úr henni. Fyrsta skrefið hjá Schultz var að standa sig í skólanum og svo fór að hann komst í háskóla í Michigan á fótboltastyrk á unglingsár- unum. Eftir útskrift fékk hann vinnu hjá fyrirtæki að nafni Xerox, eða allt þar til honum bauðst að kaupa kaffihúsakeðj- una Starbucks. Á þeim tíma var fyrirtækið meðalstórt, eða með 60 útibú í Bandaríkjunum. Hann varð stjórnarformaður Starbucks árið 1987 og síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað. Í dag eru kaffihús Starbucks á heimsvísu rúmlega 16 þúsund.  Vann þrjú störf Nafn: Do Won Chang og Jin Sook Þekktur fyrir: Að stofna Forever 21 Eignir: 5,2 milljarðar dollara Hjónin Do Won Chang og Jin Sook stofn- uðu vörumerkið heimsþekkta, Forever 21, og auðguðust gríðarlega á því að fram- leiða og selja föt. Þau hafa ekki alltaf haft það eins gott. Eftir að Do Won flutti til Ameríku, frá Kóreu, árið 1981, framfleytti hann sér með því að vera í þremur störfum á sama tíma. Hann vann sem húsvörður, bensínafgreiðslumaður auk þess að vinna sem þjónn á kaffihúsi. Þau hjónin opnuðu svo, þremur árum síðar, sína fyrstu fataverslun. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þau reka 480 verslanir víðs vegar um heiminn og selja föt fyrir 3 milljarða dollara á ársgrundvelli.  Bjó í bílnum Nafn: John Paul DeJoria Þekktur fyrir: Hárvöru- merkið Paul Mitchell Eignir: 3,2 milljarðar dollara John Paul DeJoria byrjaði ungur að vinna. Tíu ára gamall hjálpaði hann til heima fyrir með því að selja jólakort og dagblöð. Fjölskyldan bjó við þröngan kost í Bandaríkjunum, enda innflytjendur; móðir hans var frá Grikklandi og faðirinn frá Ítalíu. DeJoria var send- ur á fósturheimili eftir að foreldrar hans skildu. Hann gekk í herinn eftir nokkur misjöfn ár í hverfisgengi en þegar stærðfræðikennarinn sagði honum að það yrði ekkert úr honum með sama áframhaldi ákvað hann að breyta til. Hann gekk í skóla og sinnti svo her- skyldu í um tvö ár, í sjóhernum. Að þeirri vist lokinni vann hann meðal annars hjá hárvöruframleiðandan- um Redken. Hann var rekinn úr starfi eftir ágreining um markaðssetningu. Hann tók í kjölfarið 700 dollara lán, um 85 þúsund krónur, og stofnaði John Paul Mitchell Systems, með samnefndum manni. Hann hafði lítið á milli handanna og hóf reksturinn með því að ganga hús úr húsi til að selja hárvörur. Á þeim tíma bjó hann í bílnum sínum. Hann er í dag vellauðugur fjárfestir og á meðal annars 70 prósenta hlut í The Patron Spirits Company, sem framleiðir til að mynda vinsæla gerð tekíla. 5 mánuði í haldi Breska kennaranum David Bolam hefur verið sleppt úr haldi en hann var handtekinn af víga­ mönnum í Líbíu í maí síðastliðn­ um. Bolam, sem er 63 ára, starf­ aði sem kennari í Bengazi í Líbíu þegar honum var rænt. Breska utanríkisráðuneytið segir að Bolam sé við góða heilsu og kom­ inn aftur í faðm fjölskyldu sinnar. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er talið að lausnargjald hafi verið greitt fyrir Bolam en óvíst um hve háa upphæð var að ræða. Bolam hafði starfað í Líbíu í sjö ár áður en honum var rænt. Ætlar á alla Starbucks-staði í heiminum Bandaríkjamaðurinn Winter, áður Rafael Lozano, hefur sett sér það háleita markmið að heim­ sækja öll útibú kaffihúsakeðjunn­ ar Starbucks – hvar sem þau eru. Winter hefur raunar þegar heim­ sótt 11.733 útibú þegar þetta er skrifað og varið rúmum hundrað þúsund Bandaríkjadölum í verk­ efnið. Winter fékk hugmyndina þegar hann sat við kaffidrykkju á kaffihúsi Starbucks í Texas í Bandaríkjunum árið 1997. Vanda­ málið er að á þeim tíma voru útibú Starbucks aðeins 1.400 en í dag eru þau orðin rúmlega 17.000. „Á þeim tíma virtist þetta ekki vera svo mikið mál. Ef ég hefði vitað að stöðunum myndi fjölga svona gríðarlega hefði ég að líkindum ekki lagt af stað,“ segir hann við Telegraph. Engan bilbug er á Winter að finna og hann ætl­ ar að halda áfram og ná markmiði sínu. „Starbucks er ekki að fara neitt. Það gæti vel farið svo að ég verði orðinn gamall maður þegar verkefninu lýkur.“ Loftárásirnar skila of litlu Loftárásirnar á vígamenn Ís­ lamska ríkisins, sem leiddar hafa verið af Bandaríkjamönn­ um, skila of litlum árangri. Þetta er mat Kúrda sem barist hafa við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðurhluta Sýrlands að undan­ förnu. Þetta sjáist meðal annars á því að árásirnar hafi ekki dregið tennurnar úr liðsmönnum sam­ takanna og ekkert hafi dregið úr sókn þeirra að bænum Kobani sem er skammt frá landamærum Tyrklands. Þeir hafi nálgast bæ­ inn óðfluga undanfarna daga og virðist loftárásirnar ekki breyta neinu um þær fyrirætlanir Ís­ lamska ríkisins að ná bænum á sitt vald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.