Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 37
Fólk 37Vikublað 7.–9. október 2014 Stóns fór á kostum í Háskólabíói H eiðurssveitin Stóns hélt risatón- leika í Háskólabíói síðastliðið laugardagskvöld og tók öll bestu lög rokkaranna í Rolling Stones í tímaröð. Hljómsveitin hafði ekki komið fram á tónleikum í þó nokkurn tíma svo eftirvænting tónleikagesta var mikil. Hægt er að fullyrða að enginn hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fremstur meðal jafningja í sveitinni er söngvarinn Björn Stefánsson, sem þykir líkjast Mick Jagger sjálfum á sínum yngri árum. Fullt hús var á tónleikunum og skemmtu gestir sér konunglega, bæði yfir tónlistinni og skemmtilegri sviðsframkomu hljómsveit- arinnar. n Fóru á kostum Björn Stefánsson, söngvari Stóns, tryllti salinn með frábærri sviðsframkomu. Þumallinn upp Ætla má að ljós- myndarinn Spessi hafi verið sáttur við frammistöðu Stóns á sviðinu. Töff Örn og Haraldur voru í viðeigandi klæðnaði. Glæsilegar Þura og Anna úr Fríðu frænku voru hressar í Háskólabíó Sátt Gunnar gítarsmið- ur og Ylja voru mætt til að hlýða á heiðurs- sveitina. Til í Stóns Beggi Morthens var spenntur fyrir tónleikunum. K vikmyndin Stattu með þér! var forsýnd, ráðherrum, fjöl- miðlum og aðstandendum myndarinnar í gær og mark- ar hún ákveðin tímamót í fræðslu og forvörnum við ofbeldi gegn börnum. Myndin verður svo frumsýnd í öllum grunnskólum, fyrir fimmta til sjöunda bekk, á fimmtudag. Þetta ku vera í fyrsta skipti sem ráðist er í jafn viðamikið verkefni fyrir þenn- an aldurshóp. Í kvikmyndinni eru staðalmyndir á borð við „harða gaur- inn“ og „fáklæddu poppsöngkonuna“ skoðaðar með augum barna, auk þess sem farið er ítarlega í saumana á því hvað sé ofbeldi og hvernig bregðast megi við í erfiðum aðstæðum. Það eru þær Brynhildur Björns- dóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdótt- ir, ásamt öðrum, sem stóðu að gerð myndarinnar. Þær eru málaflokknum ekki ókunnar þar sem þær eru einnig höfundar myndarinnar Fáðu já! sem sýnd er á unglingastigi grunn- skólanna. Myndirnar tvær eiga það sammerkt að spyrna gegn kynferð- isofbeldi og klámvæðingu með sjálfs- virðingu og jákvæðni að vopni. Báðar myndirnar eru afrakstur Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, samstarfsverkefni innanrík- is-, velferðar- og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins. n maria@dv.is Myndin Stattu með þér! er sú fyrsta sem gerð er sérstaklega fyrir börn Fyrsta íslenska forvarnarmyndin gegn ofbeldi Samheldinn hópur Þær stöllur höfðu á orði fyrir sýninguna að sterk tengsl hefðu myndast á milli þeirra og allra ungu leikaranna. Myndir SiGTryGGur Ari ráðherra í bíó Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra og aðstoðarkona hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, fylgdust með myndinni. ráðherra menntamála Illugi Gunnarsson lét sig ekki vanta. Fyrir sýningu Salurinn var þétt setinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.