Málfregnir - 01.05.1987, Síða 5

Málfregnir - 01.05.1987, Síða 5
úr ööru stafrófi en því, sem raðað er eftir, eins og hér er um að ræða. í „Stafrófsröðunarreglum Þjóðskrár- innar“ frá 1960 eru nefndir fjórir stafir umfram þá 36, sem fyrr er getið, og hefði é mátt vera með (sbr. nafnið Zoéga). Þeir verða þá fimm: á, á, é, ú og œ. Ein- hverjir kunna að hafa bæst við síðan, en málnefndinni er ekki kunnugt um það. Við getum þó látið 0 fljóta með, ef hann skyldi vera notaður í nöfnum frá Dan- mörku, Noregi eða Færeyjum. Hyggjum nú sérstaklega að þessum sex stöfum. Þjónustumiðstöð bókasafna gaf út til bráðabirgða fjölritaðar Röðunarreglur handa bókasöfnum 1982. Verður stundum vitnað til þeirra hér á eftir. œ (franskt ö) er sá eini þessara stafa, sem ekki er merktur. Hins vegar er hann límingur úr o og e. í vitund margra íslendinga er hann tilbrigði við æ, enda er lesið eins úr þeim báðum í prentuðum fornritaútgáfum. Frá því sjónarmiði séð er eðlilegt að samraða æ og œ, sbr. „Röðunarreglur“ 1982:7. Líklega er sá kostur bestur, bæði fyrir notendur og raðendur. Önnur leið er sú, sem valin var í röðunarreglum þjóðskrárinnar frá 1960, að fara með œ eins og stafasam- bandið oe, en málnefndin telur hana síðri. Bókstafurinn 0 tíðkast ekki lengur í íslensku nema í fornritaútgáfum. Við þekkjum hann því bæði þaðan og úr grannmálunum. Að formi til er hann „merkt o“, en ef hann skyldi koma fyrir, verðum við að líta á hann sem afbrigði af ö (en ekki o). Sbr. „Röðunarreglur" 1982:7. Þá eru eftir fjórir merktir stafir: á, á, é og u. I reglum þjóðskrárinnar frá 1960 var þremur þeirra jafnað við stafasam- bönd: á = aa, á = ae, ú = ue. (Á é var ekki minnst.) Þessi leið hefir oft verið farin í erlendum skrám. Mætti fara eins að nú og láta é jafngilda ómerktu e. En einfaldara væri að láta eitt yfir alla staf- ina ganga og raða þeim með stofnstöfum sínum: á = a, á = a, é = e og ú = u. Það er gert í „Röðunarreglum“ 1982:6. Mál- nefndin hallast helst aö þeirri lausn (sbr. 1.3.1). Niðurstaðan verður þá eins og sýnt er hér á eftir: 1.2 Stafrúfsröð þjóðskrárinnar I. a/á/á 19. o 2. á 20. ó 3. b 21. p 4. c 22. q 5. d 23. r 6. ð 24. s 7. e/é 25. t 8. é 26. u/ii 9. f 27. ú 10. g 28. V 11. h 29. w 12. i 30. X 13. í 31. y 14. j 32. ý 15. k 33. z 16. 1 34. Þ 17. m 35. æ/œ 18. n 36. Ö/0 Gert er ráð fyrir, að stórir og litlir stafir séu jafngildir við röðun, sbr. „Röðunar- reglur" 1982:5. 1.3 Athugasemdir Búast má við, að tvennt þyki einkum athugavert við þessa niðurstöðu. Annað er meðferðin á stöfunum á og á. Hitt er sjálfstæði broddstafanna: á, é, í, ó, ú og ý. Skal því vikið nánar að þessum atrið- um. 1.3.1 Um á og á Fyrri stafurinn er notaður í dönsku, norsku og sænsku og hinn síðari í finnsku og sænsku. í þjóðskránni mun þeirra einkum að vænta í nöfnum, sem hingað eru komin frá öðrum norrænum löndum. Því hefði verið eðlilegt að fylgja norrænni stafrófsröð að þessu leyti, ef til hefði verið. En svo reynist ekki vera. 5

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.