Málfregnir - 01.05.1987, Síða 6

Málfregnir - 01.05.1987, Síða 6
Norræn málstöð í Ósló staðfesti það nýlega í símtali við formann íslenskrar málnefndar. Fyrirspurn héðan varð hins vegar til þess, að málið verður tekið til umræðu á næsta fundi framkvæmda- stjórnar Norrænnar málstöðvar, sem haldinn verður í næsta mánuði. Ólíklegt er, að niðurstaða fáist á þeim fundi og því ástæðulaust að bíða eftir honum. Það, sem torveldar málið, eru mismun- andi venjur í Danmörku og Noregi ann- ars vegar og Svíþjóð og Finnlandi hins vegar. [Sá fundur, sem hér um ræðir, var haldinn í Árósum 21.-23. maí 1985. Þar var einungis staðfest að sameiginleg nor- ræn stafrófsröð er ekki til, og í fundar- gerð er talið ólíklegt að henni verði komið á. - Innskot ritstj.] Danir og Norðmenn hafa sama stafróf. Þrír síðustu stafirnir eru: æ 0 á. En niðurlag sænska stafrófsins er: á a ö. Ef stafrófunum er steypt saman, geta frændur vorir fallist á að raða saman æ/á og 0/ö. Það getum við líka gert. En hvar á að hafa á-ið? Svíar hafa það á undan, en hinir hafa það á eftir. Ekki er auðséð, hvorum við eigum að fylgja. Danir og Norðmenn standa okkur nær, en sænskan er hins vegar eina málið, sem hefir báða stafina (á og a), og væri því eðlilegt að taka röðina þaðan. Stafróf þjóðskrárinnar endaði þá þannig: . . . þ á á æ ö eða . . . þ á á/æ ö Að svo stöddu telur málnefndin skynsamlegast að taka ekki afstöðu í þessu máli, enda varla um svo mörg nöfn að ræða, sem hafa á eða á í þjóðskránni, að röð þeirra geti skipt miklu máli. Úr því að ekkert Norðurlandastafróf er til og stafirnir á og á eiga sér engan hefð- bundinn sess í stafrófsröð á íslandi, eins og c, q, w og z, telur nefndin rökréttast og ábyrgðarminnst að raða á og á sem afbrigðum af a, enda í samræmi við röðunarreglur bókasafna. 1.3.2 IJm á, é, í, ó, ú og ý Islenska stafrófið á rætur að rekja til málfræðiritgerðar frá 12. öld. En staf- rófsröðunar íslenskra orða fer ekki að gæta að neinu ráði fyrr en á öldinni, sem leið. Enginn kann víst að segja sögu hennar, en alkunna er, að raðað hefir verið með mismunandi hætti. Þar eru mörg tilbrigðin, en mestu máli skiptir, að ýmist hefir verið raðað stranglega í stafrófsröð (sérröðun) eða broddstöfum hefir verið raðað með samsvarandi stofnstöfum (samröðun). Samröðun er viðhöfð í sumum helstu orðabókum, þ. á m. í orðabók Sigfúsar Blöndals og orðabók Menningarsjóðs og er algeng í ýmsum opinberum skrám, bæði prentuðum og óprentuðum, svo sem í símaskránni og þjóðskránni og á bókasöfnum. Sérröðun hefir mátt sín minna, en hefir þó alltaf tíðkast eitthvað jafnframt og sækir á. Hún er t.d. viðhöfð í staf- setningarorðabók Halldórs Halldórs- sonar (öllum útgáfunum), öllum orða- söfnum, sem Orðabókarnefnd Háskól- ans og íslensk málnefnd hafa ritstýrt til útgáfu, þ.e. Nýyrðum 1-4 (1953-56), Tækniorðasafni (1959), Tölvuorðasafni (1983). Af nýlegum orðasöfnum með sérröðun má einnig nefna Orðabók um slangur (1982) og allar tölvuunnar orða- skrár (orðtíðniskrár og orðstöðulykla), sem Baldur Jónsson hefir látið gera og eru í vörslu íslenskrar málstöðvar. Sennilega eru aðallega tvær ástæður fyrir þvt, að samröðun fékk snemma betri byr en sérröðun. Helstu orðaskrár, sem út voru gefnar á öldinni, sem leið, voru yfir fornmálið og með þýðingum á önnur mál. Miðað við fornmál voru önnur vensl á milli broddlausra stafa og broddstafa en nú eru orðin, og má það hafa ráðið nokkru. En hitt skiptir e.t.v. meira máli, að fyrstu orðabækurnar voru samdar við hæfi útlendra fræðimanna og að nokkru leyti eftir útlenda menn (Fritzner). Orðabók Blöndals er íslensk- 6

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.