Málfregnir - 01.05.1987, Page 12

Málfregnir - 01.05.1987, Page 12
Reglugerð um íslenska málnefnd og starfsemi íslenskrar málstöðvar í.gr. íslensk málnefnd er málræktar- og mál- verndarstofnun og rekur Islenska mál- stöð í samvinnu við Háskóla íslands. Hlutverk málnefndar og verkefni 2. gr. Aðalhlutverk íslenskrar málnefndar er að vinna að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. Helstu verkefni nefndarinnar eru þessi: 1. Málnefndin er stjórnvöldum til ráðu- neytis um íslenskt mál og lætur þeim í té umsagnir um málfarsleg efni. Leita skal umsagnar nefndarinnar áður en settar eru reglugerðir eða gefin annars konar opinber fyrirmæli um íslenska tungu, að svo miklu leyti sem einstök atriði heyra ekki undir aðra samkvæmt lögum. 2. Nefndin skal hafa samvinnu við stofn- anir sem afskipti hafa af íslenskum manna- og staðanöfnum. Hún skal enn fremur leitast við að hafa góð samskipti við þá sem mikil áhrif hafa á málfar almennings, svo sem fjöl- miðla og skóla. 3. íslenskri málnefnd ber að veita opin- berum stofnunum og almenningi leið- beiningar um málfarsleg efni á fræði- legum grundvelli. Nefndin skal leitast við að halda uppi daglegri ráðgjafar- þjónustu, eftir því sem fjárráð leyfa. Fyrirspurnir og svör skulu geymd í plöggum nefndarinnar. Ef ástæða þykir til, getur mál- nefndin átt frumkvæði að athuga- semdum um meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi. 4. fslensk málnefnd gefur út rit til fræðslu og leiðbeiningar um íslenskt mál, þ. á m. stafsetningarorðabók og önnur hagnýt orðasöfn. Nefndin getur beitt sér fyrir fræðslu um málið og meðferð þess í opin- berum stofnunum eða annars staðar, bæði með fundarhöldum og nám- skeiðum. 5. íslensk málnefnd skal annast söfnun nýyrða og útgáfu þeirra og jafnframt vera til aðstoðar við val nýrra orða og við nýyrðasmíð. Tillögur, sem fram koma og nýtilegar þykja, skulu skrá- settar. Auk þess skal nefndin leitast við að fylgjast með því hvaða nýyrði ná festu í málinu. Málnefndin skal vinna að skipu- lögðu íðorðastarfi ásamt annarri nýyrðastarfsemi. Hún skal hafa sam- vinnu við orðanefndir sem félög eða stofnanir hafa komið á fót og vera þeim til aðstoðar. Hún skal og leitast við að hafa samvinnu við aðra þá sem vinna að íðorða- eða öðrum nýyrða- störfum og skyldum verkefnum og stuðla að eflingu slíkrar starfsemi. Hún skal stuðla að samræmingu í vinnubrögðum þeirra, sem fást við myndun orða til útgáfu í sérstökum orðasöfnum eða gefa út staðla. 6. íslensk málnefnd skal hafa samstarf við aðrar málnefndir á Norðurlönd- um, m.a. með aðild að Norrænni málstöð, og eiga fulltrúa á hinum 12

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.