Málfregnir - 01.05.1987, Side 14

Málfregnir - 01.05.1987, Side 14
mönnum og nemendum Háskóla íslands, sem til hennar leita í fræöilegum tilgangi. 8. gr. Málstöðin annast hvers konar fræðslu- og kynningarstarf fyrir hönd íslenskrar málnefndar. Hún undirbýr fundi, ráð- stefnur og námskeið, sem haldin eru á vegum nefndarinnar, þ. á m. norræn málnefndaþing. Málstöðin undirbýr útgáfu fræðslu- og kynningarrita fyrir málnefndina og getur einnig gel'ið út eigin rit, svo sent skýrslur unt starfsemi sína. 9. gr. Forstöðumaður málstöðvarinnar er jafn- framt prófessor í íslenskri málfræði í heimspekideild Háskóla fslands með takmarkaða kennsluskyldu. Hann á því aöild með fullum réttindum og skyldum að Málvísindastofnun Háskóla íslands, sbr. a-lið 21. gr. reglugerðar um rann- sóknastofnanir heintspekideildar nr. 89/ 1983. Forstöðumaður getur að eigin frum- kvæði unnið eða látið vinna að hag- nýtum rannsóknarverkefnunt, sem koma annarri starfsemi stöðvarinnar að beinum notum eða samrýmast aðaltil- gangi hennar (sbr. 6., 7. og 8. gr.), enda sé aflað fjár til slíkra verkefna sérstak- lega, annaðhvort frá Alþingi eða eftir öðrum lögmætum leiðum. Forstöðumaður annast daglegan rekstur og stjórn stöðvarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd út á við. Hann lausræður starfsfólk í samráði við íslenska málnefnd, gefur árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar og leysir af hendi önnur þau verkefni sem mál- nefndin felur honunt. Forstöðumaður hefur umsjón með fjármálum stöðvarinnar og gengur frá rekstraráætlun og fjárveitingatillögum til menntamálaráðuneytis í samráði við málnefndina. Forstöðumaður á rétt til setu á fundum málnefndar og hefur þar mál- frelsi og tillögurétt (sbr. 4. gr.). 10. gr. Menntamálaráðherra skipar annað fast- ráðið starfsfólk en forstöðumann að fengnunt tillögum íslenskrar málnefnd- ar, eftir því sem fé er veitt til í fjárlög- um. 11. gr. Háskóli íslands leggur málstöðinni til húsnæði, húsgögn og aðra búsmuni, enn fremur síma að sínum hluta, eftir því sem unt semst. íslensk málnefnd kostar rekstur mál- stöðvarinnar að öðru leyti. Laun for- stöðumanns og annarra fastra starfs- rnanna eru greidd af fjárveitingu til Islenskrar málnefndar hverju sinni (sbr. 10. gr.). Aðrar tekjur málstöðvarinnar eru háðar samþykki fslenskrar málnefndar. Reikningshald stöðvarinnar er sér- stakur liður í reikningshaldi nefndarinn- ar. 12. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heim- ild í 9. gr. laga nr. 80/1984, um íslenska málnefnd, og öðlast þegar gildi. Menntamálaráðuneytið, 26. mars 1987. Sverrir Hermannsson. Árni Gunnarsson. 14

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.