Málfregnir - 01.05.1987, Síða 15

Málfregnir - 01.05.1987, Síða 15
Þrjú nefndarálit Vorið 1984 var samþykkt á Alþingi þings- ályktun um framburðarkennslu og mál- vöndun og hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og í grunnskólanámi verði aukin rækt lögð við málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu. í samræmi við þessa þingsályktun skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, tvær nefndir (1984 og 1985) sem áttu báðar að gera tillögur um málvöndun og framburðar- kennslu, önnur í ríkisfjölmiðlum, hin í grunnskólum. Pegar Sverrir Hermanns- son var tekinn við embætti menntamála- ráðherra skipaði hann sérstaka mál- nefnd (1986) til að sinna tilteknum verk- efnum. Allar þessar nefndir hafa nú lokið störfum, og verður sagt nánara frá þeim hér á eftir. Loks er birt umsögn íslenskrar málnefndar um álitsgerð tveggja þeirra. Málvöndun og framburðarkennsla í fjölmiðlum Nefndin sem fékk það verkefni að gera tillögur um málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu í ríkisfjöl- miðlum var skipuð þremur mönnum. Peir voru: Árni Böðvarsson, málfars- ráðunautur Ríkisútvarpsins, formaöur, Guðmundur Ingi Kristjánsson dagskrár- fulltrúi og Guðmundur B. Kristmunds- son námsstjóri. Nefndin lauk störfum 16. nóvember 1984. Álitsgerð hennar nefnist „Málvöndun og kennsla í fram- burði íslenskrar tungu í ríkisfjölmiðlum. Nefndarálit" (Menntamálaráðuneytið, nóvember 1984), 12 síður fjölritaðar, auk kápu. í álitsgerðinni er að finna tillögur um fræðslu starfsfólks, tillögur um fræðslu- efni og dæmi um slíkt efni. í inngangi segja nefndarmenn að tillögur þeirra stefni að því: 1) að efla þau viðhorf almennings að telja vandað íslenskt mál óhjákvæmi- legan þátt í kurteislegri umgengni og sjálfsagðan hluta umhverfisins, 2) að beita í ríkisfjölmiðlum aukinni og markvissri fræðslu til málræktar. 3) að allt sem frá ríkisfjölmiðlum kernur skuli vera til fyrirmyndar um viðeig- andi málfar. Hér verður ekki fjölyrt um tillögur nefndarinnar. Einungis skulu teknar upp tillögurnar um fræðslu starfsfólks. Þær eru þannig (bls. 5): 1. Haldin verði tvö námskeið árlega fyrir starfsfólk þar sem fjallað sé um orðafar, framburð, orðskipan og annað það sem að gagni getur komið. 2. Þá sé lausráðnu dagskrárgerðarfólki séö fyrir nauðsynlegri fræðslu, ann- aðhvort í formi námskeiða eða ein- staklingsfræðslu. 3. Fræðslan sé á ábyrgð málfarsráðu- nautar. Ef slík fræðsla fer fram utan reglulegs vinnutíma viðkomandi starfsmanns fái hann greitt sérstak- lega fyrir tímasóknina. 4. Málfarsráðunautur eða annar sér- fróður maður sé á fréttastofum Ríkis- útvarpsins a.m.k. klukkustund fyrir útsendingu aðalfrétta. Skal hann vera fréttamönnum til halds og trausts og lesa yfir handrit. 15

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.