Málfregnir - 01.05.1987, Qupperneq 18
minnstur munur verði á mæltu máli og
upplestri. Jafnframt veröi unnið aö því
að koma á upplestrarskyldu og próf-
skyldu í kennarafræðum í meðferð lesins
máls. Fagur framburður móðurmálsins
og áheyrilegur upplestur verði skyldu-
námsgrein og eðlilegur hluti kennslu í
skólum landsins.
Á vinnustöðum þarf að leita samvinnu
við starfsfólk um verndum málsins og
gerð nýyrða í stað aðskotaorða, sem
einkum tíðkast á skipum, við uppskipun
vöru í vöruskálum og flughöfnum, hjá
áhöfnum flugvéla og afgreiðslumönnum
flugvéla. Vísar nefndin um þetta til sam-
starfs við Eimskipafélag íslands h.f. eins
og áður er getið.
Við fjölmiðla verði efnt til námskeiðs í
íslensku og framburði málsins meðal
fréttamanna Ríkisútvarps og annarra
þeirra sem sinna þularstörfum eða dag-
skrárgerð útvarps og sjónvarps. Vegna
örra mannabreytinga er nauðsynlegt að
námskeið þetta verði haldið á hverju ári,
og standi það eigi skemur en hálfan
mánuð. Einnig er ástæða til að athuga
hvort ekki beri nauðsyn til að löggilda
þýðendur, svo það verði einhverjum
mörkum háð hverjir leggi fyrir sig þýð-
ingar á textum með kvikmyndum og
erlendu efni í sjónvarpi. Pá leggur
nefndin til að þýtt barnaefni verði talað
og erlenda talið fellt niður. Nefndin telur
að ekki sé vanþörf á að þjálfa menn til
að túlka samtímis af einu máli á annað
og bendir á tungumálaerfiðleika í sam-
starfi Norðurlanda því til stuðnings.
Vegna þeirra möguleika sem fyrir
hendi eru í landinu og sívaxandi þróunar
á sviði sjónvarps leggur nefndin til að
menntamálaráðherra hlutist til um að
komið verði hið allra fyrsta á sjónvarps-
kennslu í samráði við og fyrir atbeina
ríkissjónvarps í námsgreinum eins og
íslensku, stærðfræði og sögu, og miðist
þessi kennsla við grunnskóla á seinni
stigum. Einnig leggur nefndin til að
jafnhliða verði unnið að gerð mynd-
banda, sem miði að því að auðvelda
kennslu í íslensku í skólum landsins, og
telur að samvinna við Námsgagna-
stofnun komi þar til greina.
Samkvæmt beiðni formanns ritaði
Baldur Jónsson, prófessor, formanni
bréf að fundum nefndarinnar loknum,
þar sem hann leggur til að menntamála-
ráðherra skipi fimm manna nefnd til að
semja þriggja ára áætlun um gerð sjón-
varpsefnis úr „íslensku góðmeti‘\ Telur
Baldur ekki fjarri lagi að hafa nefndar-
menn úr hverri höfuðgrein íslenskra
fræða, málfræði, bókmenntum og sögu,
auk þess dagskrárgerðarmann eða kvik-
myndasmið. í þessari nefnd verður að
vera valinn maður í hverju rúmi, skrifar
Baldur, „og sjónvarpsþætti um íslenska
menningu má alls ekki flytja, nema gull-
tryggt sé, að þeir séu góðir“. Vegna
umræðna í nefndinni er Ijóst að hún er
þessari tillögu samþykk, þótt hún kæmi
fram bréflega eftir að fundum lauk.
Samþykkt var samkvæmt sjötta lið
skipunarbréfs að leggja til að út verði
gefin lestrarbók ætluð til almennrar
notkunar, bæði í skólum og á heimilum,
sniðin að útgáfu lestrarbókar Sigurðar
Nordal. Tilhögun, umfang og efnisval og
fleira ræðst þegar að útgáfu kemur. Tvö
atriði vill nefndin taka fram nú þegar:
a) Að snælda fylgi þessari útgáfu með
upplestri færustu manna á efni úr
henni.
b) Að einum manni sé falið að setja
bókina saman. Bendir nefndin á
Hannes Pétursson, skáld.
Samþykkt var samkvæmt fjórða lið
skipunarbréfs að leggja til við mennta-
málaráðherra að hann stuðli að því að
Móðurmálssjóður Björns Jónssonar, rit-
stjóra, verði endurvakinn, og hefji um
það samninga við erfingja og afkomend-
ur. Úr móðurmálssjóði þessum hefur
blaðamönnum verið veitt viðurkenning
einu sinni á ári, einum í senn, fyrir rétta
18