Málfregnir - 01.05.1987, Qupperneq 25

Málfregnir - 01.05.1987, Qupperneq 25
íslensk heiti fyrir AIDS Fyrir fáeinum árum bárust þær fregnir úr hinum enskumælandi heimi að upp væri kominn nýr veirusjúkdómur, banvænn og bráðsmitandi og kallaður AÍDS. Það er skammstöfun á Acquired Immunodefi- ciency Syndrome. Pegar sagt var fyrst frá þessum vágesti hér á landi var hann nefndur hinu enska heiti, AIDS, eða kall- aður áunnin ónæmisbæklun til skýringar á íslensku. Öllum mátti ljóst vera að íslenska skýringin yrði heldur óþjált sjúk- dómsheiti til lengdar, og fljótlega fóru líka að heyrast raddir um að hún væri ekki nógu nákvæm. Töldu þá sumir að nær væri lagi að tala um ákomna ónœmisþurrð eða ákominn ónæmisbrest. Pá ábendingu fékk ég sumarið 1983 frá Stefáni Guðna- syni, fyrrverandi tryggingayfirlækni, er ég leitaði til hans. Pá stóð til að ég sækti fund í stjórn Norrænnar málstöðvar þar sem átti meðal annars að ræða um norræn orð í stað AIDS. Á þeim fundi gat ég ekki sagt frá neinni íslenskri þýðingu nema þeim skýringum sem nefndar hafa verið. Þetta var haustið 1983. Síðan hefir umræðan um sjúkdóminn aukist mjög, margar tillögur hafa komið fram um íslenskt heiti á honum og margt verið skrifað um þær. Fróðlegt hefir verið að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í þessu efni. í íslenskri málstöð hafa verið skráðar þær tillögur sem sést hafa á prenti, en auk þess hafa allmargir hringt eða skrifað íslenskri málnefnd til þess að koma hugmyndum á framfæri. Flestar til- lögur eru frá 1985. Hér á eftir verður talið upp hið helsta sem vitað er um eftir árslok 1983. Til- lögumanna er getið, þegar þeir eru kunnir, og dagsetningar heimildar. Ekki verður ábyrgst að alltaf hafi náðst í elsta dæmi. ínæming. Helgi Hálfdanarson í samtali 1984 eða 1985. óvar. „Lesandi“ í Mbl. 7. maí 1985, bls. 62. alnæmi. Mbl. 10. maí 1985, bls. 1. næma. Gísli Jónsson í Mbl. 11. maí 1985, bls. 32-33. ónæmistæring. Helgi Valdimarsson í Mbl. 12. júní 1985, bls. 28-29. ót-veiki. Helgi Valdimarsson. Sama heim- ild. ónæmisvisna. Margrét Guðnadóttir, að sögn Helga Valdimarssonar í fyrrgreindri heimild. eisuveiki. Ingvar Gíslason í símtali 13. júní 1985. varnarkröm. Heimir Bjarnason í símtali 13. júní 1985. næming. Helgi Hálfdanarson í Mbl. 25. júní 1985, bls" 22. ót-sýki. Sást öðru hverju í dagblöðum sumarið 1985 eftir að Helgi Valdimarsson birti grein sína í Mbl. 12. júní. eyðni. Páll Bergþórsson í símtali 26. október 1985. eyðsli, hk. ft. Haukur Jóhannsson í sím- tali 26. nóvember 1985. fjölnæmi. Jón Valur Jensson í símtali 14. janúar 1986. Heimildarmaður: Magnús Snædal. aðnæmi = aðfengið næmi. Kjartan Jó- hannesson í bréfi 10. mars 1987. í bréfi Kjartans Jóhannessonar er vikið að fleiri orðum sem ýmist hafa komið fram, að sögn bréfritara, eða mætti mynda þótt hann geri þau ekki að tillögum sínum. Hann nefnir t.d. orðin ónæmisbil- 25

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.