Málfregnir - 01.05.1987, Síða 28

Málfregnir - 01.05.1987, Síða 28
{ næsta kafla er gefið sögulegt yfirlit um íðorðafræði, hvernig luin er sprottin upp af hagnýtri þörf en ekki málvísinda- legum rótum. Sagt er frá braut- ryðjendum á þessu sviði og greint frá núverandi stöðu mála innan greinarinn- ar. Einnig er gerð grein fyrir helstu þáttum sem íðorðafræðin, styðst við, þ.e. hefðbundinni málfræði, merkingarfræði, orðabókargerð og -fræði, heimspeki, upplýsingamiðlun (I&D) o.fl. Sagt er frá helstu skólum (stefnum) innan greinar- innar og greint frá framförum í íðorða- starfi á síðustu árum. Þriðji, fjórði og fimmti kafli fjalla um hugtök, skilgreiningar og íðorð í íðorða- fræðinni. Farið er yfir mismunandi við- horf til hugtaksins „hugtak“, myndun hugtaka skoðuð, einkenni þeirra og hlutverk. Fjallað er um skilgreiningar, gerð þeirra og eiginleika, skilgreininga- kerfi, hugtakavensl og hugtakakerfi og sýnt með dæmum hvernig gera má grein fyrir þessu á mismunandi hátt. Fjallað er um sambandið milli hugtaks og íðorös, og einnig um samband orðs og íðorðs. Foks eru talin upp atriði sem hafa ber í huga við íðorðasmíð. Sjötti og sjöundi kafli fjalla um íðorðasöfn og íðorðabanka. Bent er m.a. á hvaða kosti efnisflokkaðar orða- bækur hafa fram yfir orðabækur í staf- rófsröð. Sagt er frá tilurð orðabanka, kostum þeirra og göllum, og DANTERM, danska íðorðabankanum, lýst sérstaklega. I áttunda kafla er fjallað um íðorða- starfsemi yfirleitt, vinnuaðferðir, sam- starfsform og samstarfsverkefni, fésýslu- sjónarmið o.fl. í níunda til ellefta kafla er fjallað um sitthvað sem tengist íðorðafræði náið, s.s. íðorðastarf og stöðlun, íðorðastarf og upplýsingaöflun og -miðlun (I&D). Einnig er gefið yfirlit yfir þær stofnanir og samtök sem fást við íðorðastörf og greint frá starfi og samstarfi þeirra. Lokakafli bókarinnar er um menntun íðorðafólks og tillögur höfunda um það hvað felast eigi í þeirri menntun. Þessi bók er kærkomin öllum þeim sem fást við eða ætla að fást við íðorða- fræði og íðorðastörf. Hana má nota hvort heldur sem kennslubók eða handbók. Bókin er samin með hagnýt sjónarmið í huga og þess vegna lauslega minnst á ýmislegt sem höfundum finnst ekki skipta meginmáli í þessu samhengi en gott væri að vita meira um. SJ Islandsk-norsk ordhok. Eftir Ivar Org- land og Fredrik Raastad. NKS-Forlaget. [Ósló] 1985. Umboð og dreifing á ís- landi: Almenna bókafélagið. 267 bls. Þetta er kærkomin arftaki 20 ára gamallar orðabókar eftir þá Þorstein Þ. Víglundsson og Eigil Lehman, Islandsk- norsk ordbok, íslenzk-norsk orðabók (Björgvin 1967). Stærsti galli þeirrar bókar var sú forneskja eða sérviska að velja sem fyrstu þýðingu orð úr mál- lýskum sem ekki eru talaðar af fjöldan- um. Mikil áhersla virtist lögð á að finna eitthvert orð í einhverri mállýsku sem líktist því íslenska. í þessari nýju orða- bók er sneitt hjá þessari aðferð. Ný- norsku þýðingarnar (þegar þær eru til nefndar) eru hafðar á undan bókmáli og samnorsku. Fremst í bókinni er formáli og kafli um notkun hennar, hvorttveggja á norsku og íslensku. Þá eru fáein orð um íslenskan framburð og síðan 30 bls. með beygingardæmum og lista yfir sterkar sagnir og kennimyndir þeirra. í sjálfu orðasafninu eru um 15000 orð. Aftan við safnið er kort af íslandi og annað af öðrum norrænum löndum. Bókinni lýkur með ýmsu smálegu: staðarnöfnum, hvernig kvatt er og heilsast, alls konar ávarpsorðum og nokkrum algengum skammstöfunum. SK Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði. íslensk-ensk, ensk-íslensk. Orðanefnd Kennaraháskóla íslands tók saman. Rit 28

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.