Málfregnir - 01.05.1987, Page 29
íslenskrar málnefndar. 2. íslensk
málnefnd. Reykjavík 1986. 253 bls.
Út er komin Orðaskrá úr uppeldis- og
sálarfrœði sem Orðanefnd Kennarahá-
skóla íslands tók saman. Nefndin sendi
frá sér fjölritað orðasafn með þessu
nafni 1979, en nú hefur miklu efni verið
bætt við og fylgir skilgreining eða útskýr-
ing nær hverju hugtaki. Pað er nýjung í
íslensku orðasafni af þessu tagi.
í aðalhluta bókarinnar eru rösklega
4100 íslensk flettiorð með enskum þýð-
ingum. Þar er einnig að finna alla aðra
vitneskju, sem bókin veitir um hvert
hugtak. í ensk-íslenska hlutanum er að-
eins ein þýðing við hvert orð, og er hún
hugsuð sem tilvísun til íslensk-enska
hlutans.
Margir hafa beðið þessarar bókar með
óþreyju, einkum kennarar og kennara-
nemar. Þótt hún sé ekki tæmandi á hún
erindi til allra sem fást við uppeldis- og
sálfræðileg viðfangsefni. Hún er náma af
fróðleik um ýmis sálræn fyrirbæri, sem
mörgum leikmanni mun einnig þykja
forvitnilegt að kynnast, og hún er auðug
að ágætum íslenskum orðum. Mörg
þeirra hafa ekki birst almenningi fyrr.
I orðanefnd Kennaraháskóla íslands
eru: Jónas Pálsson rektor. Sigríður Þ.
Valgeirsdóttir prófessor og Þuríður J.
Kristjánsdóttir prófessor. Ritari nefnd-
arinnar er Helgi Hálfdanarson.
íslensk málnefnd gefur bókina út, og
er hún annað ritið í ritröð nefndarinnar.
Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfrœði er
pappírskilja. Dreifingu annast Orða-
bókaútgáfan.
Tölvuorðasafn. Islcnskt-cnskt. enskt-
íslenskt. Ritstjóri: Sigrún Helgadóttir. 2.
útgáfa, aukin og endurbætt. Orðanefnd
Skýrslutæknifélags íslands tók saman.
Rit íslenskrar málnefndar. 3. íslensk
málnefnd. Reykjavík 1986. 207 bls.
Tölvuorðasafn er nú komið út aftur.
stóraukið og endurbætt frá útgáfunni
1983.
í þessari nýju orðabók eru kynnt um
2600 hugtök sem lúta að tölvutækni og
tölvunotkun. Langflest eru sótt í alþjóð-
lega staðla. Mikið er af nýjum íslenskum
orðum í bókinni. Henni er skipt í
íslensk-enska og ensk-íslenska orðaskrá.
í hinni fyrrnefndu, sem er aðalhluti
bókarinnar, er hvert hugtak skilgreint
eða útskýrt á íslensku, og reynir þar á
notkunarhæfni nýju orðanna.
Allir, sem tölvur nota, hafa þörf fyrir
þessa bók, og hún hentar jafnt byrj-
endum sem sérfræðingum.
Tölvuorðasafn er afrakstur af margra
ára starfi Orðanefndar Skýrslutæknifé-
lags íslands og samvinnu hennar við fjöl-
marga sérfræðinga. í orðanefndinni eiga
sæti: Baldur Jónsson prófessor, Sigrún
Helgadóttir tölfræðingur, sem er for-
maður nefndarinnar, Þorsteinn Sæ-
mundsson stjörnufræðingur og Örn
Kaldalóns kerfisfræðingur.
Að undirbúningi útgáfunnar hefir
verið unnið í íslenskri málstöð og
Reiknistofnun Háskólans undir ritstjórn
Sigrúnar Helgadóttur.
Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa veitt
styrki til þessa verkefnis.
íslensk málnefnd gefur bókina út, og
er hún þriðja ritið í ritröð nefndarinnar.
Tölvuorðasafnið er fáanlegt bæði í bandi
og kilju. Dreifingu annast Orðabókaút-
gáfan.
Ensk-íslensk orðabók mcð alfræðilegu
ívafi. Eftir Sören Sörenson. Byggð á
Scott, Foresman Advanced Dictionary
sem er endurskoðuð útgáfa af The
Thorndike-Barnhart High School Dict-
ionary eftir E.L. Thorndike og Clarence
L. Barnhart. Jóhann S. Hannesson bjó
til prentunar ásamt fleirum. Örn og
Örlygur. [Reykjavík] 1984. 1241 +
XXVII bls.
Útgáfa íslenskra orðabóka hefir
löngum verið heldur fátækleg og fá-
29