Málfregnir - 01.12.1998, Page 7

Málfregnir - 01.12.1998, Page 7
Málfarsbreyta 2 - tilvísunartengingin sem að Dæmi um tilvísunartenginguna sem að í samhengi: [konur] sem að [ráku veitingahús] Tengingin sem að kemur í athugun minni að jafnaði sjö sinnum oftar fyrir í dægur- málaþáttum en í fréttatímum (þessi munur er marktækur, p < 0,001) og þau dæmi sem finna má þó í fréttatímum eru eingöngu komin frá viðmælendum í viðtölum. Frétta- menn og fréttaþulir nota tenginguna sem að alls ekki í þessum efniviði. Tíðni hennar meðal viðmælenda er hins vegar nánast hin sama í báðum textategundum, fréttum og dægurmálaþáttum. Samanburður á starfs- mönnum í heild og viðmælendum í heild leiðir í ljós mun sem nær því (með naum- indum) að teljast marktækur (p < 0,05). Notkun á tengingunni sem að gæti talist einhvers konar greinimark milli hversdags- legs talmáls og dæmigerðs ritmáls. Teng- ingin sem að er þó (líkt og hikorðin sem fjallað var um hér á undan) á engan hátt ófrávíkjanlegur hluti tjáningar í mæltu máli. Það sést best á því að tengingin sem er u.þ.b. tvöfalt algengari en sem að í dægurmála- þáttum. Málfarsbreyta 3 - rangmyndaðar setningar Dæmi um rangmyndaða setningu: það var fánar um allan bœ og gefið frí í skólum I heildina koma rangmyndaðar setningar oftar fyrir meðal viðmælenda en starfs- manna og munurinn reynist marktækur (p < 0,001). Mismunandi aðferð og undirbún- ingur sést í því að rangmynduð setning kemur tæpast fyrir hjá fréttamanni (0,1) en talan er 2,2 miðað við 1000 orð hjá starfs- mönnum í dægurmálaþáttum. Þessi munur á útvarpsstarfsmönnum innbyrðis er mark- tækur (p < 0,001). í heildina er munur frétta og dægurmálaþátta marktækur (raunar að- eins p < 0,01). Framangreindar þrjár málfarsbreytur sýna m.a. hvemig vel undirbúinn ritaður texti fréttanna skilar sér í málfari miðað við annars konar undirbúning á útvarpsefni. Fjöldi dæma um tilvísunartenginguna sem að Alls í hverjum 1000 orðum Samtals 110 3,9 Fréttir 9 0,8 Dægurmálaefni 101 5,7 Alls í hverjum 1000 orðum Starfsmenn samtals 62 3,3 í fréttum 0 0 I dægurmálaefni 62 6,3 Alls í hverjum 1000 orðum Viðmælendur samtals 48 5 f fréttum 9 5,1 í dægurmálaefni 39 5 Tafla 2 7

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.