Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 3

Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 3
KRISTJÁN ÁRNASON Málstefna 21. aldar Grein þessi er endurskoðaður texti erindis sem flutt var á málrœktarþingi í Hafnaifirði þann 17. nóvember 2001. Við samningu þess erindis var meðal annars stuðst við drög að stefnuskrá Islenskrar málnefndar sem unnið hafði verið að í sérstökum vinnuhópi á vegum málnefndarinnar. I þeim hópi áttu sœti auk mín Ari Páll Kristinsson, Baldur Sigurðsson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Svala Valdemarsdóttir. Eg vil þakka þeim öllum fyrir samstarfið en ýmsar hugmyndir, sem hér eru reifaðar, hafa komið frá þeim eða urðu til á fundum hópsins. Það sem hér er sagt er þó eingöngu á mína ábyrgð. -Höf. Auk Kristjáns töluðu á málrœktarþinginu 2001 Ari Arnalds, Auður Hauksdóttir, Karl Blön- dal og Egill Helgason. -Ritstj. Málrækt, málstjórn og málpólitík Innan málvísinda hefur þróast hefð fyrir nýrri undirgrein sem kalla mætti málrœktar- frœði. Hún fjallar, eins og nafnið bendir til, um það hvernig málrækt eða málstýring á sér stað. I ljósi þessara fræða má gera grein- armun á hugtökunum málrœkt, málstjórn og málpólitík (sbr. t.d. grein Ara Páls Kristins- sonar í Lesbók Morgunblaðsins 17. mars 2001). Orðið (íslensk) málrœkt má nota um alla viðleitni til að rækta íslenskt mál sem þjálan og hentugan tjáningarmiðil og sjónarmið, sem tengjast því starfi, mega kallast mál- ræktarsjónarmið. Einnig má nota þetta orð um hagnýtar rannsóknir og málfarsráðgjöf, ásamt vinnu að smíðum hjálpartækja (orða- bóka, tölvuforrita og leiðbeininga ...) sem nýtast almenningi og sérfræðingum í með- ferð íslensku í ræðu og riti. Orðið málstjórn er hugsað sem þýðing á hugtaki málvísindamannsins Einars Hau- gens, language planning. (Önnur orð, sem til greina koma, eru málstýring, málstjórnun eða málskipulagning.) Þetta er víðara hug- tak en málrækt og tekur ekki bara til mál- ræktar, heldur til allra meðvitaðra eða ómeðvitaðra tilrauna til að hafa áhrif á við- gang og form tungumála, þar með talið stöðu þeirra hvers gagnvart öðru. Að svo miklu leyti sem þessir hlutir koma fram í opinni stjómmálaumræðu má hér einnig tala um málpólitík. Málstjóm og málpólitík snýst meðal annars um réttarstöðu tungu- mála og notkunargildi á hinum og þessum sviðum mannlífsins. Einnig ræðir hér um stöðu einstaklinga gagnvart tungumálum. Hér á landi tekur málstjóm því jafnt til íslensku sem annarra tungumála sem hér eru notuð eða kennd og getur t.d. snúist um rétt manna til að nota tungumál sitt. I þessu sambandi má einnig minna á greinarmun sem fræðimenn og málræktar- menn gera milli þess sem mætti kalla form- stjórn (corpus planning) og stöðustjórn \ málrækt. I íslensku samhengi snýst form- stjóm um það t.d. hvernig bregðast á við til- hneigingum til breytinga í málinu, ásókn tökuorða o.þ.h. Stöðustjóm snýst hins vegar um hluti eins og notkunarsvið, um það á hvaða sviðum mannlífsins (vísindum, list- um, bókmenntum, heimilum ...) tungumál er gilt sem miðill. Stundum er hér talað um umdœmisvanda og þegar tungumál er ekki notað eða hættir að vera notað á tilteknum sviðum mannlífsins má tala um umdœmis- missi (d. domœnetab) en það er um þessar mundir mikið áhyggjuefni málræktarmanna á Norðurlöndum. Menn óttast að danska, norska og sænska víki fyrir ensku á mikil- 3

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.