Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 32
Hér er um breytingu á setningagerð málsins
að ræða og hefur þessi nýjung verið nefnd
„nýja þolmyndin" (sbr. Helga Skúla Kjart-
ansson 1991). Þessi nafngift stafar af því að
nýja setningagerðin er mynduð með hjálpar-
sögninni vera og lýsingarhætti þátíðar af
aðalsögn rétt eins og hefðbundin þolntynd.
Einnig virðist nýja setningagerðin hafa sömu
merkingu og vera notuð við svipaðar að-
stæður í málinu og hefðbundin þolmynd. í
þessari grein verður fjallað um niðurstöður
viðamikillar rannsóknar á þessari málbreyt-
ingu sem við Joan Maling, prófessor við
Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum, höfum
staðið að á undanfömum árum. Niðurstöður
rannsóknar okkar sýna að þessi nýja setninga-
gerð hefur í raun ekki setningafræðileg
einkenni þolmyndar heldur virðist hér vera
komin fram ný gerð ópersónulegrar germynd-
ar í málinu. Þó ekki verði fjallað mikið um
þessa hlið niðurstaðna okkar í þessari grein er
rétt að benda á að heitið „nýja þolmyndirí* er
því setningafræðilega séð rangnefni og betra
væri að nefna þessa nýju setningagerð „nýju
ópersónulegu germyndina". Nánari umfjöllun
um setningafræðilega hegðun þessarar nýju
setningagerðar má finna í Sigríði Sigur-
jónsdóttur og Joan Maling (væntanlegt).
2. Nýja setningagerðin
I hverju felst þessi málbreyting? Skoðum
fyrst setningafræðilega formgerð hefðbund-
innar þolmyndar í íslensku. I (3) má sjá mis-
munandi gerðir hefðbundinnar þolmyndar.
Þolmynd er mynduð með hjálparsögninni
vera og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögn. Til
er þrenns konar þolmynd: Nefnifallsþol-
(3) Hefðbundin þolmynd
a. Stúlkan var lamin í klessu
Stúlkurnar voru lamdar í klessu
b. Henni var hrint í skólanum
Þeitn var hrint í skólanum
c. Kennarans var saknað
Okkar var saknað
d. Það var dansað í kringum jólatréð
mynd, aukafallsþolmynd og ópersónuleg
þolmynd.
Nefnifallsþolmynd er mynduð af áhrifs-
sögn í germynd sem tekur með sér geranda
í frumlagssæti og andlag í þolfalli. Andlagið
fær síðan nefnifall þegar það flyst upp í
frumlagssætið í þolmynd, sjá (3a). Hjálpar-
sögnin vera og lýsingarháttur þátíðar af
aðalsögn samræmast nefnifallsfrumlagi þol-
myndarsetningarinnar í beygingu. Auka-
fallsþolmynd er mynduð af áhrifssögn í
germynd sem tekur með sér geranda í frum-
lagssæti og andlag í þágufalli eða eignarfalli.
Andlagið heldur falli sínu er það flyst upp í
frumlagssætið í þolntynd og hjálparsögnin
og lýsingarháttur þátíðar af aðalsögn sam-
ræmast því ekki (sjá 3b og c). Aukafalls-
þolmynd er því frábrugðin nefnifallsþol-
mynd m.a. að því leyti að hjálparsögnin
stendur alltaf í 3. persónu eintölu og lýsing-
arhátturinn í hvorugkyni nefnifalli eintölu.
Ópersónuleg þolmynd nefnist þolmynd sem
mynduð er af áhrifslausum sögnum sem taka
með sér geranda í frumlagssæti. Þar sem
áhrifslausar sagnir taka ekki neitt andlag er
ekki um neinn þolanda að ræða sem fyllt
getur frumlagssæti þolmyndar. I staðinn er
yfirleitt beitt /;a/5-innskoti (sjá 3d). Eins og í
aukafallsþolmynd stendur hjálparsögnin í
ópersónulegri þolmynd alltaf í 3. persónu
eintölu og lýsingarhátturinn í hvorugkyni
nefnifalli eintölu.
Dæmi unt nýju setningagerðina eru gefin
í (4). Þessi dæmi samsvara dæmunum sem
gefin voru um hefðbundna þolmynd í (3).
Flestum eldri málhöfum þykja setningarnar í
(4) ótækar. Munurinn á máltilfinningu yngri
(nf.) (Nefnifallsþolmynd)
(þgf.) (Aukafallsþolmynd)
(ef.)
(Ópersónuleg þolmynd)
32