Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 15
forða grunnsins eins og lýst er að framan.
Því verki ætti þó að vera hægt að ljúka á
einu til tveimur árum.
Ljóst er að það er mikil vinna sem eftir á
að vinna við hagnýtar rannsóknir á tungu-
málinu til þess að unnt verði að framleiða
mörg þau verkfæri sem vonandi líta dagsins
ljós á næstu árum.
Það er hins vegar eitt af markmiðum verk-
efnisstjómarinnar að stuðla að því að innan
skamms tíma sjáist árangur af þessu átaki
menntamálaráðuneytisins. Við í verkefnis-
stjóminni erum líka þeirrar skoðunar að
unnt sé að þróa gagnleg tungutæknitól með
því að nota nær eingöngu þá þekkingu sem
þegar er til staðar.
Af þessum ástæðum verða veittir beinir
styrkir til fyrirtækja sem óska eftir að fram-
leiða einstök verkfæri til að markaðssetja og
selja. Þegar um er að ræða styrk af þessu
tagi eru skilmálar nokkuð á annan veg en
þegar um þróun upplýsingagrunns er að
ræða. Afurðin verður algerlega eign þess
fyrirtækis sem þróar hana. Þó getur verið
um einhverja endurgreiðslu að ræða, t.d. í
því formi að fyrirtækið leyfi takmörkuð
afnot tólsins í skólum án endurgjalds. Ekki
er gert ráð fyrir að styrkja mörg slfk verk-
efni og verkefni, sem skila fljótt árangri,
munu fá forgang.
Markmiðið með þessum styrkjum er að
efla áhuga á tungutækni, bæði hjá notendum
og framleiðendum, og að auka notkun
tungutæknitóla hér á landi.
Að lokum vil ég hvetja þá sem vilja fræð-
ast nteir um tungutækniverkefni mennta-
málaráðuneytisins til að kynna sér vef
verkefnisins, http://www.tungutaekni.is.
15