Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 18
að segja að heimurinn sé að miklu leyti orðinn eitt markaðssvæði og þess vegna þarf að liuga að kennslu í tleiri tungumálum en áður, t.d. í Asíumálum. Þá ber að hafa í huga að útflutningur okkar er orðinn margbreyti- legri en fyrr. Þegar selja á sérhæfða þekk- ingu eða framleiðslu er óhjákvæmilegt að ýmsir sérfræðingar komi að markaðssetn- ingu og samningagerð. Viðskipti af þessu tagi og þátttaka Islendinga í alþjóðasam- starfi hefur það í för með sér að það eru ekki bara kennarar og aðrir sem sinna menn- ingar- og fræðslumálum sem þurfa að hafa gott vald á erlendum málum, heldur ekki síður fjölmiðlafólk, stjómmálamenn og sér- fræðingar, t.d. verkfræðingar, lögfræðingar, stjómmálafræðingar, líffræðingar, hagfræð- ingar og viðskiptafræðingar. Háskóli Islands hefur brugðist við aukinni þörf sérfræðinga fyrir tungumálakunnáttu. Með tilkomu Tungumálamiðstöðvar Há- skóla íslands gefst nemendum úr öllum deildum háskólans tækifæri til þess að auka tungumálakunnáttu sína í ensku, dönsku, frönsku, spænsku og þýsku. Um er að ræða stýrt sjálfsnám þar sem áhersla er lögð á hagnýta tungumálakunnáttu á sérsviði nem- enda. Allt kapp er lagt á að nemendur verði færir um að nota erlenda málið sem tjá- skiptatæki við ólíkar aðstæður. Nemendur fá þjálfun í að tjá sig í ræðu og riti og eins og vera ber er lögð áhersla á notkun nýrra miðla. Tölvutæknin er notuð í þágu námsins og gervihnattaútsendingar gera nemendum kleift að fylgjast með því sem efst er á baugi um leið og þeir glöggva sig á siðum og venjum á viðkomandi málsvæði. Námið nýtur sívaxandi vinsælda meðal stúdenta. Hvaða mál á að kenna? Eg hef gefið mér að almenn sátt sé um mikilvægi tungumálakennslu og að flestir séu sammála um að kenna þurfi mörg mál - alls ekki færri en þrjú eða fjögur. En hvaða mál á að kenna og í hve ríkum mæli? Hvaða viðmið eiga að ráða þegar ákvarðanir eru teknar um hvaða mál skuli kenna t.d. sem skyldunámsgreinar í grunn- og framhalds- skólum? Eru það t.d. söguleg eða menning- arleg tengsl, skyldleiki tungumála, við- skiptahagsmunir, hve margir hafa málin að móðurmáli, fjöldi ferðamanna eða hvert íslenskir námsmenn leita í framhaldsnám? Nýleg tungumálakönnun, sem mennta- málaráðuneytið lét gera og sem framkvæmd var af PriceWaterhouseCoopers, bendir til þess að flestir Islendingar séu þeirrar skoð- unar að enska sé það tungumál sem flestir Islendingar þurfi að læra. Þannig svara 96,4% aðspurðra að enska sé það erlenda mál sem mikilvægast sé að hafa vald á (Tungumálakönnun ágúst 2001, mynd 2). Ekki blandast mér hugur um mikilvægi enskukunnáttu í okkar heimshluta. Raunar finnst mér brýnna að velta því fyrir sér hvort hefja ætti enskunám fyrr en nú er gert og nýta þannig betur hæfileika ungra barna til þess að tileinka sér tungumál, ekki síst talað mál. Með dönsku-, ensku-, frönsku-, þýsku- og spænskunámskeiðum fyrir ung börn í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem boðið var upp á í tengslum við menningarborgar- árið og 90 ára afmæli Háskóla Islands, vakti Háskólinn athygli á mikilvægi tungumála- náms. Námskeiðin, sem voru skipulögð og kennd af sérmenntuðum kennurum, voru fjölsótt og þóttu takast afar vel. I ljósi alþjóðlegrar stöðu enskunnar sem „lingva franca“ á fjölmörgum sviðum og vegna menningar enskumælandi þjóða virð- ist einboðið að leggja áherslu á ensku- kennslu. En hvaða mál önnur en ensku? Stundum er því haldið fram að eðlilegast sé að kenna þau mál sem flestir hafa að móð- urmáli. Lítum á hvaða mál það eru: 874 milljónir manna hafa kínversku (manda- rín) að móðurmáli 366 milljónir manna hafa hindí að móður- máli 341 milljón manna hefur ensku að móður- máli 322-358 milljónir manna hafa spænsku að móðurmáli (Thc World Almanac and Book of Facts 2001, bls. 301) 18

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.