Fréttablaðið - 16.04.2016, Page 88

Fréttablaðið - 16.04.2016, Page 88
Kryddjurtaræktun 101 Það sem þarf l Góð vinnuaðstaða l Sáningarbakki með götum og undirbakki l Sáðmold l Merkispjöld l Fræ Hvernig á að byrja að rækta kryddjurtir heima – skref fyrir skref Undirbúið vinnUað- stöðUna Byrjið á því að hita sáð- moldina í 10-15 mínútur við 80-100°C hita í bakaraofni. Sápuþvoið verkfæri, blóma- potta og sáningarbakka. 1 2 sáð- mold í bakka Stráið sáðmoldinni í bakkann en ekki þjappa – hún á að vera laus í sér. 3 rennbleytið moldina Leggið fræin ofan á hana. Stráið þunnu lagi af sáðmold yfir allt saman. Stærð fræjanna gefur til kynna hversu þétt þau eiga að vera saman og yfirleitt má nálgast upp- lýsingar um slíkt á fræumslaginu. nú þUrfa fræin að fá að spíra Strekkið plastfilmu yfir bakkann eða pottinn til þess að viðhalda raka. Látið þó lofta um fræin reglulega og hafið þau á stað þar sem bjart er og birtan er jöfn. 4 nú fer allt að gerast! Þegar fyrstu tvö laufin sem spretta eru komin á gott skrið þá er plastið tekið af bakkanum. Hitastigið þarf að vera á bilinu 18-22°C. Passið upp á að halda góðum raka í moldinni. 5 6 Umpottið Þegar jurtin er orðin um það bil 4-5 cm á hæð má færa hana úr sáð- mold í gróðurmold og planta henni úr bakkanum. Athugið að við um- pottunina er mikilvægt að passa vel upp á ræturnar. Gætið þess að hafa moldin vel raka dagana eftir um- pottun og úðið jurtina með vatni. Góð þumalputtaregla er að flytja jurtirnar ekki út fyrr en 17. júní. basilíka Þarf mikla vökvun og er einær hér á landi. Basilíka er ræktuð innandyra hér á landi. Algengt krydd í ítalskri matargerð og það eru til ýmiss konar afbrigði af henni. TIl dæmis sítrónu- basílíka, sæt basilíka, kanilbasilíka og taílensk baislíka. graslaUkUr Það er auðvelt að rækta graslauk hér á landi og eitt af því góða við hann er að hann er fjölær. Graslaukur þarf vökvun í meðallagi og er yfirleitt nýttur ferskur í matseld. Einnig fælir lyktin af honum í burtu skordýr og aðra óværu. kóríander Kóríander er einær jurt sem þarf vökvun í meðallagi. Talið er að kóríander sér fyrsta kryddjurtin sem maðurinn notaði í matseld en bæði má nýta lauf jurtarinnar og fræ hennar sem krydd. Kóríander er mikið notað í indverska og asíska matargerð. minta Minta er fjölær jurt sem vex hratt og gefur mikið af sér. Jurtin hentar ágætlega til ræktunar utandyra. Minta hentar vel í alls konar salöt og græn- metisrétti. Einnig er vel þekkt að nota hana í te, til þess að setja út í vatn og hvað þá í einn ískaldan mojito. rósmarín Rósmarín er fjölær jurt og þarf litla vökvun. Fremur sterk lykt er af lauf- unum sem svipar nokkuð til barrnála. Rósmarín er mjög vinsælt í matseld og passar vel með flestu kjöti og kartöflum og er einnig notað í ilmolíur enda þykir lyktin góð þótt hún sé örlítið sterk. timjan Fjölær jurt sem þarf fremur litla vökv- un. Timjan er mikið notuð í evrópskri matargerð og hentar sérlega vel með kjöti. Jurtin vex villt víða um Evrópu en til eru yfir hundrað tegundir með afar ólíku bragði. Haltu kryddjurtunum kátum Algengar tegundir Eftir að tekist hefur að fá fræið til að spíra og verða að jurt er þó aðeins hálfur sigurinn unninn. Nú þarf að halda herlegheitunum á lífi og það getur sumum reynst þrautin þyngri. Sumir gleyma að vökva, aðrir vökva of mikið og hjá enn öðrum skýtur einhver óværa upp kollinum. l  Kryddjurtir þarf að vökva rétt og gefa næringu. Ólíkar tegundir hafa mismunandi þarfir og því nauðsynlegt að kynna sér þær þarfir vilji maður halda jurtunum á lífi. l  Góð leið til þess að finna hvort þarf að vökva er að stinga fingri 1-2 cm niður í moldina. Ef hún er þurr í gegn þá þarf að vökva. Athugið að betra er að vökva lítið daglega en mikið á nokk- urra daga fresti. l Gætið þess að vökva ekki með köldu vatni eða hveravatni. Látið vatn standa í vökvunar- könnu þar sem jurtirnar standa þannig að vatnið hafi svipað hita- stig og umhverfið þar sem jurtin er í. l  Mestu skiptir að skola jurtirnar reglulega, það getur fyrirbyggt óboðna gesti. Nánari útlistanir og ráð má nálgast í bók Auðar, Krydd- jurtarækt fyrir byrjendur. Algeng mistök Ekkert okkar er fullkomið og öll gerum við mistök. Það á við í lífinu sjálfu sem og kryddjurtaræktun. Hér eru nokkur algeng mistök sem gott er að hafa í huga ef það á að skella sér út í kryddjurtaræktun. l Mikilvægt er að nota næringar- mikla mold. Hana má nálgast hjá ræktunarstöðvum eða blanda sjálf. l Ef jurtin blómstrar, klippið blómin burt. Gæti virst ómannúðlegt en þau taka orku frá plöntunni og fyrir það gjalda laufin, sem eru ástæðan fyrir því að við erum að rækta jurtina. l Það er ekki vænlegt til árangurs að ætla að rækta allar krydd- jurtir í heiminum fyrsta kryddjurta- sumarið. Einbeittu þér að fáum tegundum í staðinn. Einhverjar jurtir munu deyja, það er óum- flýjanlegt. Ekki láta deigan síga! l Kryddjurtir þurfa mikla vökvun. Best er að vökva þær örlítið dag- lega og jafnvel oftar ef það heitt úti. Eins er mikilvægt að raki liggi ekki á rótunum. Flestar kryddjurtir er hægt að nýta í kryddjurtasalt sem er bæði sniðugt til að nota í matseldina heima og er elegant gjöf. Hægt er að leika sér með ýmsar blöndur og breyta þeim eftir smekk hvers og eins. Best er að nota gróft sjávar- salt og saxa þær kryddjurtir sem verða fyrir valinu hverju sinni. Í Kryddjurtarækt fyrir byrjendur leggur Auður til hlutföllin ¼ bolli af kryddjurtum á móti einum bolla af salti. Saltið geymist í kæli en það má einnig frysta. Fleiri hugmyndir að nýtingu á kryddjurtum má nálgast í bók Auðar. Af hverju ekki að skella í kryddjurtasalt? Heimildir úr bókinni Kryddjurtatækt fyrir byrjendur eftir Auði Rafnsdóttur. Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is Það er einmitt núna þegar birtir með hverjum deginum sem rétt skil- yrði fyrir kryddjurtaræktun skapast og það þarf ekki að vera óyfir- stíganlega flókið að koma upp sínum eigin kryddjurtagarði. 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r36 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 9 -F A 5 4 1 9 1 9 -F 9 1 8 1 9 1 9 -F 7 D C 1 9 1 9 -F 6 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.