Skírnir - 01.01.1970, Page 9
SKÍRNIR
FIMMTA KVIÐA UR VÍTISLJÓÐUM
7
og framhjá bera. - „Seg mér hvað þeir heita,
herra,“ ég bað, „er myrkir vindar kvelja,
freklega slá og fram og aftur þeyta.“
Hann gegndi: „Fyrst þig fýsir, vil ég telja
fyrsta þá drottning, sem að lýðum réði
af mörgum tungum. Sig hún kaus að selj a
girndum og synd í sinni lostagleði,
saurugt og hreint hún gerði jafnt að lögum,
hvað eigin forsmán yfirhilming léði,
Semíramis að nafni; - og nefnt í sögum
að Nínus, mann sinn, erfði. - Soldán leiddi
síðar þá öld, og enn á þessum dögum.
Næst hún, er sig í sorgum ástar deyddi,
en Síkeusar ösku brást í tryggðum;
þá Kleópatra, er ævi í munúð eyddi.
Helenu sjá, er sök á friðarbrigðum
samtímans bar; lít Akkilles hinn fríða,
er barðist hinzt með huga ástum vígðum.
Sjá París, Tristan!“ - Þar, við þjáning stríða,
þúsundir svipa hann með nafni greindi,
sem ástar vegna máttu bana bíða.
Og er hann þannig þanka mínum beindi
að þessum forna hópi kvenna og manna,
sem ráðvillt samúð sér í brjóst mitt þrengdi.
„Ó, skáld,“ ég kvað, „hve vildi ég vita hið sanna,
sem viðmælandi tveggja, er hér má eygja,
svo tengd, svo létt, í sorta svipvindanna.“