Skírnir - 01.01.1970, Page 10
8
GUÐMUNDUR BOÐVARSSON
SKÍRNIR
Hann mælti: „Bíð, - en svo er nær þau sveigja
þá sær þau við þá ást er fast þau bindur, -
þau munu koma og allan sann þér segja.“
Því hóf ég rödd svo hratt sem fram þeim vindur:
„0, hrjáðu sálir, fangar grýttra stalla,
ó, ljáið máls, ef leyfist okkar fundur.“
Líkt dúfum þeim, sem blíðar kenndir kalla,
komnar um loftin blá til hreiður-inna,
uppréttum vængjum ofan hljóðlátt falla,
svo svifu úr Dídór hópi og allra hinna
þeir harmasvipir storms úr dökku flóði
og komu, vegna vinarorða minna:
„0, þú sem lifir, þú hinn hjartagóði,
er þennan mökkva tróðst og okkur kallar,
sem létum foldu flekkast okkar blóði,
ef væri oss vinur droltinn himnahallar
til hans við mundum þér til friðar biðja,
sem sérð með samúð okkar þrautir allar:
Spyr þú og hlusta, - og oss skal ljúf sú iðja
til alls að hlusta og svara að þínum vilja,
þá litlu stund sem hljóðnar stormsins hryðja.
Borg minnar vöggu er þar sem bárur þylja
þrotlaust við strönd og Pó til hvíldar líður
með stramna sína að sölum blárra hylja.
Ast, sem svo fljótráð fagurhugans bíður,
hann festi á mínum líkam æskubjarta,
sem ég var rænd, - og ennþá sár mitt svíður.