Skírnir - 01.01.1970, Side 12
10
GUBMUNDUR BOÐVARSSON
SKÍRNIR
Og það var þá, að oft vor augu mættust
sem efnið raktist, vangi lit sinn missti;
- ein örskotsstund varð okkur báðum hættust:
Sem þar kom sögu, er sveinninn ástarþyrsti
með sínum kqssum geldur brosið hýra,
þá feiminn til mín laut og ljúft mig kyssti
hann, sem mun alla eilífð mér tilheyra.
- Orðlist Galottós spann oss nornaþræði. -
Þann ljósa dag við lásum ekki meira.“
Sem annar skugginn flutti oss þvíhk fræði
hinn féll í grát með slíku hryggðarbragði,
að aumkan mín varð eins og Hel mig træði
og eins og dauðan mig í óvit lagði.
Frá efsta hring - Helvíti er sá svelgur sem liggur allt inn að miðju jarðar.
Svelgurinn er kringdur innan níu hamrastöllum. Eru þar dvalarstaðir hinna
fordæmdu og þeir þar flokkaðir eftir syndum sínum. Þegar hér er komið sögu
hefur Dante lokið för sinni um forgarð Vítis, Limbó, og hinn efsta hamragarð,
þar sem hafast við réttlátir heiðingjar og þau börn er óskírð dóu. En á þeim
stalli, hinum öðrum, sem hann nú er staddur, taka út sína verðskuldaða refs-
ingu þeir, sem holdlegar ástríður og sællífi leiddu á afveg.
Þar situr Mínos - Mínos er dómari Helvítis, og samkvæmt fornri trú og forn-
um sögum Grikkja og Rómverja sá leyndardómsfulli og hræðilegi konungur,
eða óvættur, er forðum ríkti á Krít.
Semíramis - talin í fornum sögnum, austurlenzkum, drottning og arftaki
konungs þess er Nínus hét. Semíramis er í sumum þjóðsögum talin hafa stofn-
sett og byggt þá frægu Babýlon með hinum svífandi görðum, - og hina miklu
Nínusargrafhvelfingu í Nineve. Sagnirnar herma frá fegurð hennar og ástum,
enda af sumum talið að hún sé hin sama og assýríska ástargyðjan Astarte.
Nœst hún - þ. e. Dídó, drottning frá Karþagó, - batt hún ástir við sögu-
hetju Virgils, Eneas, og gleymdi þar með manni sínum dauðum, Síkeusi.
Kleópatra - hin fræga drottning Egyptalands og eiginkona þeirra beggja,
Sesars og Antoníusar.