Skírnir - 01.01.1970, Page 13
SKÍRNIR
FIMMTA KVIÐA ÚR VÍTISLJÓÐUM
11
Ilelena - kona Menelásar í Spörtu (sjá kviður Hómers).
Akkilles - samkvæmt þjóðsögum miðalda varð París banamaður Akkilles-
ar í trójönsku hofi. Var Akkilles þar kominn í þeim erindum að ganga að
eiga Polyxenu, systur Parísar, sem honum hafði verið heitið, ef hann vildi snú-
ast til liðs við Trójumenn.
París - París Príamsson, prins í Tróju (sjá kviður Hómers).
Tristan - elskhugi ísoldar.
viðmœlandi tveggja - Sagan um Franzisku da Rimini og mág hennar Paoló,
var löngum hugstæð Dantelesendum, meðal annars fyrir það að Franziska var
frænka Guido Novello di Polenta, en hann var vinur og gestgjafi Dantes hans
síðustu æviár. Franziska var dóttir Guido Vecchio di Polenta frá Ravenna. Hún
var af pólitískum ástæðum, og jafnvel svikum, gift Gianciotto, syni Malatesta
da Verrucchio, herra af Rimini. Gianciotto var bæklaður og ljótur, en bróð-
ir hans Paoló, var ungur og fríður. Felldu þau hugi saman Franziska og
Paoló og varð hann hennar ástmaður. Eitt sinn kom eiginmaðurinn Gianciotto,
að þeim óvörum og drap þau bæði. - Dante virðist fylgja þeirri sögn að Fran-
ziska og Paoló hafi þekkzt og unnazt ung að árum.
Borg minnar vöggu - Ravenna.
Kaíns verustaður — þ. e. Kaína, sá staður þar sem bróðurmorðingjar taka út
sína þungu refsingu um alla eilífð.
Orðlist Galottós - þessa ljóðlínu Dantes bæri víst helzt að skilja svo: Bók-
in og sá er hana reit varð okkar Galeotto, - þ. e. tengiliður, milligöngumað-
ur, því Galeotto hét riddari sá er trúnaðarmaður var og boðberi Lanzelots og
Guinivere, en um ástir þeirra fjallar frönsk ljóðsaga frá miðöldum.
Guðmundur Böðvarsson birti árið 1968 Tðlf kviður úr Gleðileiknum guð-
dómlega (Bókaútgáfa Menningarsjóðs), en urn Dante-þýðingar Guðmundar
fjallaði Robert Cook í grein, Dante á íslenzku, í Skírni 1969. Þýðing sú sem
hér birtist úr Inferno er nýrri af nálinni en bókin. Kviðan hefur þó áður
birzt á íslenzku - þýðing Steingríms Thorsteinssonar í Nýjum félagsritum
1859, sbr. ævisögu hans eftir Hannes Pétursson, Steingrímur Thorsteinsson, líf
hans og list, bls. 123-4. Er það eina umtalsverða tilraunin til að þýða Dante
á íslenzku unz þýðingar Guðmundar Böðvarssonar komu til. — Ritstj.