Skírnir - 01.01.1970, Page 16
14
LARS LONNROTH
SKÍRNIR
hefur þannig fellt niður eða stytt mikið af málskrúði og uppbyggi-
legu efni þess, en aukið við í staöinn fróðleik til skýringar atburða-
rás og sögulegu baksviði kvæðisins. Þetta sést þegar í upphafi
sögunnar þar sem hinu málskrúðuga ávarpi Gautiers til lesenda er
sleppt, en í staÖinn kemur kynning á sögufólki eftir hætti fornsagna:
„Darius hefir konungr heitit er réð fyrir Serklandi...“ (Sbr. frum-
kvæðið: „Gesta ducis Macedum, totum digesta per orbem . .. Musa
refer“; „Syngdu sönggyðja um dáðir hins makedónska herforingja,
kunnar um víða veröld.“) 5
Hvað sem þessum og þvílíkum breytingum hður er Alexanders
saga eftir sem áður uppbyggilegt málskrúðsverk sem ofdega beinir
ábendingum, spurningum og umvöndunum til lesenda eða sögufólks.
Oftlega eru slíkir kaflar í sögunni ættfærðir til Gautiers („segir
meistari Galterus, er versat hefir sggu þessa“ og þvílíkt). Glöggt er
að þýðandi kostar sér öllum til að orða þessa kafla á nógu skáld-
legan hátt, með ríkulegri stuðlasetningu og öðrum þeim listbrögðum
sem tíðkanleg eru í klerkastíl 13du aldar á íslandi og í Noregi. Þýð-
andi heldur einnig til haga goða- og táknfræði Gautiers sem að
klassískum hætti skipar örlögum Alexanders í víðtækt háspekilegt
samhengi. Af goölegum vættum beinist eftirtektin einkum og sér í
lagi að hamingjunni (lat. Fortuna) með hamingjuhjól, „hvel“ sitt,
náttúrunni (lat. Natura) sem ræður fyrir höfuðskepnunum fjórum,
og nornunum þremur („systrar er grlggum stýra“, lat. parcae).0
Að sögn Gautiers ráða þessar vættir bæði sigrum Alexanders og
falli hans að lokum. En þegar allt kemur til alls eru þær sjálfar háð-
ar valdi og vilj a hins kristna drottins. Guð er að vísu sj aldan nefnd-
ur með nafni í sögunni, en hún gerir á ýmsan hátt ráð fyrir návist
hans með draumum og forspám. Eins og aörir guðfræðingar á
miðöldum er Gautier augljóslega á því að rás mannkynssögunnar sé
mörkuð af guðdómlegri fyrirætlun þó svo hann notfæri heiðna tákn-
fræði til að láta heimspeki sína í ljós.
I upphafi sínu virðist Alexander fulkomnun hins unga höfðingja.
Aristóteles fóstraði hann, vitrastur Grikkja, og hann kenndi Alex-
ander göfugmannlega framkomu, hyggindi, hófsemi, löghlýðni, bind-
indi, að ávinna sér traust sinna manna en yfirvinna óvini sína í orr-
ustum. Meðan Alexander hlýðir heilræðum Aristótelesar farnast
honum vel — völd hans og viröing fara dagvaxandi og hann vinnur