Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 17
SKÍRNIR
HETJURNAR LÍTA BLEIKA AKRA
15
hvert land af öðru. En með frama hans þróast honum einnig metn-
aður unz hann er ófús orðinn að hlýða boðum læriföður síns. Þá
reiðist náttúran, hamingjan bregzt honum og hann fellur fyrir svik-
um, kominn á hátind valdanna. Af þessu megum við læra, segir
Gautier, að óttast guð og prísa eigi of hátt veraldlegan heiður:
Sælt væri mannkynit, ef þat hefði jafnan fyrir augum sér himneska hluti
ok óttaðiz sína dauðastund, er optliga kemr þá er minnst varir jafnvel tignum
sem ótignum. En vár hugsan ok ástundan er sú iðulegar, er sálinni hagar til
mikils háska, þat er at afla með pllu kostgæfi fjár ok frægðar ok svipulla
sœmða er nú finnaz auðveldliga við fénu falar. Ok at vér fáum þessa hluti,
hirðum vér lítt um, hvat vér vinnum til: margr leggr lífit á ok lætr fyrr en
hann finni þat er hann vill. Vera kann svá, at ágjam vilji finni þetta allt, er
hann fer at leita, ok maðrinn unir sér nú við fremd ok fé, við sœmð ok sælu,
er hann hefir sér aflat. Sjá hérna, þá kemr skjótr dauði ok kippir frá mann-
inum gllu því, er hann hefir til stundat alla sína æfi. Slík dœmi gefr af sér
þessi hinn mikli Alexander, er allr heimr þótti sér oflítill vera til at hafa vald
yfir, ok nú vinnst honum sú jprð at liggja á, er hon er fimm fóta Ipng. (154)
Sjá má af Hrólfs sögu kraka að þessi lífsskoðun hefur haft áhrif
á söguhöfunda og hetjulýsingar þeirra. Þar er vísað berum orðum
til Alexanders sögu þar sem lýst er falli Hrólfs - sem á það sam-
merkt við Alexander að bíða ósigur þegar hann hefur náð hátindi
valda sinna. Hrólfur var ríkasti konungur á Norðurlöndum um sína
daga, og honum fylgdu hinir mestu kappar, svo sem Böðvar bjarki
og Hjalti hinn hugprúði. Engu að síður bíður hann lægri hlut fyrir
galdrakonstum Skuldar. Þessu til skýringar skýtur höfundur Hrólfs
sögu máli sínu til „meistara Galterusar“:
Sagði meistarinn Galterus, at mannligir kraftar máttu ekki standast við slík-
um fjanda krafti, utan máttr guðs hefði á móti komit. Ok stóð þér þat eitt
fyrir sigrinum, Hrólfr konungr, at þú hafðir ekki skyn á skapara þínum.
(Hrólfs saga, 52ar kap.)
Aðrir kaflar í sömu sögu sýna að fyrir áhrif Gautiers lýsir höf-
undur Hrólfi kraka sem norrænum jafnoka Alexanders. Því upp-
málar hann, áður en tekur að segja frá falli Hrólfs, ofmetnað þann
sem nú hafði gripið hann:
Hugsar hann nú meira á stórlæti sitt ok rausn ok hugprýði ok alla þá
hreysti, sem honum bjó í brjósti, at veita þeim öllum, sem þar váru til komnir,