Skírnir - 01.01.1970, Page 18
16
LARS LONNROTH
SKÍRNIR
ok hans vegr færi sem víðast, ok allt hafði hann þat til, sem einn veraldligan
konungs heiðr mátti prýða. En ekki er þess getit, at Hrólfr konungr ok kappar
hans hafi nokkurn tíma blótat goð, heldr trúðu þeir á mátt sinn ok megin,
því at þá var ekki boðuð sú heilaga trú hér á Norðurlöndum, ok höfðu þeir
því lítit skyn á skapara sínum, sem bjuggu í norðurálfunni. (Hrólfs saga, 48di
kap.)
Ekki aðeins það sem hér segir um ofmetnað Hrólfs heldur einn-
ig ummælin um trúarbrögð hans hafa orðið fyrir glöggum áhrifum
af lífsskoðtm Alexanders sögu. Þar er þess þráfaldlega getið um
Alexander, að þótt hann væri heiðinn hafi hann fremur treyst á
sjálfan sig en goðin og hafi þar fyrir utan haft óljósa hugmynd um
einhvern æðri, kristilegan guðdóm þó svo hann kynntist honum
aldrei að gagni. Þessi göfgaða mynd heiðninnar var í rauninni
nauðsynlegt skilyrði þess að guð leyfði Alexander að gerast hetja
og drottnari. Eins og ég hef annars staðar bent á7 er slík hugmynd
um „hinn göfuga heiðingja“, eins konar ófullkominn fyrirboða
kristninnar, alltíð í íslendingasögum, og á hún rætur að rekja til
guðfræðilegra heilabrota á miðöldum um „náttúrlega trú“ heiðinna
manna. Slíkar hugmyndir voru kunnar á íslandi úr ýmsum ritum,
en ætla má að Alexanders saga hafi verið einn helzti farvegur þeirra
til landsins.
í Alexanders sögu reiðist náttúran ofmetnaði hetjunnar og snýr
örlögunum og hamingjunni móti honum. Eins fer fyrir Hrólfi kraka
að sögn Hjalta hins hugprúða þegar ljóst er orðið að konungur
muni ekki bjargast lifandi undan ofurefli óvina sinna: „Ekki er for-
lögin hægt at beygja né á móti náttúrunni at standa.“ (51sti kafli.)
Vafalaust byggist saga Hrólfs á munnmælum úr heiðni. Engu að
síður er sýnt að höfundur sögunnar hefur mótað efnivið sinn eftir
hugmyndafræðilegu mynztri sem rekja má til Gautiers.
Auk Hrólfs sögu kraka koma skírskotanir til Alexanders og
„meistara Galterusar“ fyrir í Ektors sögu, Magnúsar sögu Eyjajarls
hinni meiri og í handriti einu af Göngu-Hrólfs sögu. Því má gera
ráð fyrir að Alexanders saga hafi verið allvel þekkt verk á Islandi.8
I Göngu-Hrólfs sögu beinist athygli einkum að táknlíkingum kvæð-
isins. („Hafa þeir ok sumir spekingar verit, er mjök hafa talat í
fígúru um suma hluti, svá sem meistari Galterus í Alexanders
sögu.“) 9 í Ektors sögu er Galterus tilfærður heimildarmaður um