Skírnir - 01.01.1970, Síða 22
20
LARS LONNROTH
SKÍRNIR
landslag eða andlæg verðmæti á við „heimkynni“ eða „fósturj örð“.
Slíkt og þvílíkt kemur vart til skjalanna fyrr en með rómantískri
þjóðernishyggju 19du aldar. Ef það er ekki eigin sæmd sem hetja
í sögu fórnar lífinu fyrir, fórnar hann því fyrir ætt sína, konung
sinn, félaga sína og jafnvel (stöku sinnum) fyrir guð sinn. Njála
sker sig ekki úr að þessu leyti. Hin eina ást sem höfundur Njálu
metur meira en ást á einstaklingum, er ástin á veraldlegu og guð-
dómlegu réttlæti. („Með Iggum skal land byggja.“) Ákvörðun
Gunnars að snúa heim aftur til hlíðarinnar fögru brýtur þvert í
bága við boð laganna, og að því skapi er hún ámælisverð.
Þetta er ekki einasta Ijóst af ráðum þeim sem Njáll ræður Gunn
ari á Alþingi. Kolskeggur tekur í sama streng þegar Gunnar kveðst
hvergi munu fara - „ok svá vilda ek, at þú gerðir,“ segir hann:
Eigi skal þat, segir Kolskeggr; hvárki skal ek á þessu níðask ok engu
pðru, því er mér er til trúat; ok mun sjá einn hlutr svá vera, at skilja mun
með okkr, en seg þú þat frændum mínum ok móður minni, at ek ætla mér
ekki at sjá Island, því at ek mun spyrja þik látinn, frændi, ok heldr mik þá
ekki til útferðar.
Fyrir Kolskeggi er hollustan við lögin í fyrsta lagi, ættina í öðru
miklu þyngri á metunum en neins konar ættjarðarást, og leiktrr ekki
á tveimur tungum að í þessu efni tjáir hann skoðun höfundarins
sjálfs. Obein staðfesting þessa kemur fram skömmu síðar (81sti
kafli) þegar Kolskeggur fær vitrun í draumi þess efnis að hann eigi
að „fara suðr í lgnd ok verða guðs riddari“. Það var því hann en
ekki Gunnar sem breytti rétt. Einnig er frá því sagt að Hallgerður
ein yrði fegin Gunnari er hann kom heim, „en móðir hans lagði fátt
til“. Torvelt er að ímynda sér að höfundur Njáls sögu hefði getað
látið sitt eigið mat á breytni Gunnars berlegar í ljós án þess að
rjúfa með öllu hinn „hlutlæga“ frásagnarstíl íslendingasagna.
Þetta atvik má bera saman við frásögn Njálu af bónorði Gunn-
ars við Hallgerði á Alþingi (33ji kafli). Einnig í það sinn hafði
Njáll varað Gunnar við:
Njáll spurði Gunnar, hvárt hann mundi til þings ríða. Gunnarr segir, at
hann mundi ríða, ok spyrr hvárt Njáll mundi ríða, en hann kvezk eigi ríða
mundu - „ok svá vilda ek, at þú gerðir." . . . Kolskeggr fýsti hann at ríða
til þings; „mun þar vaxa sœmð þín við, því at margr mun þar at þér víkja.“