Skírnir - 01.01.1970, Page 23
SKÍRNIR
HETJURNAR LÍTA BLEIKA AKRA
21
„Lítt hefi ek þat skap haft,“ segir Gunnarr, „at hrósa raér, en gott þykki mér
at finna góða menn.“ (32ar kafli)
Á þinginu sér Gunnar Hallgerði, og er hún fögur ásýndum - „í
rauðum kyrtli, ok var á búningr mikill; hon hafði yfir sér skarlats-
skikkju, ok var búin hlgðum í skaut niðr; hárit tók ofan á bringu
henni ok var bæði mikit ok fagrt“. (33ji kafii.) Gunnar lætur ginn-
ast af fegurð Hallgerðar til að biðja hennar þá þegar, þó svo að
Hrútur, frændi Hallgerðar, vari hann við blendnu skaplyndi hennar.
Njáll tekur þessum kaupum þunglega og spáir því að illt muni af
þeim standa,18 en Gunnar er bjartsýnn: „Aldri skal hon spilla
okkru vinfengi.“
í báðum þessum tilvikum verður fegurðin Gunnari að falli. Feg-
urð hlíðarinnar kann að þykja önnur og ósaknæmari en fegurð
Hallgerðar - en í verunni er hún jafn freistandi og jafn háskaleg.
Fegurðarástríða Gunnars er í báðum tilfellum sameinuð metnaðar-
girnd hans og oftrausti á gæfu sína. Hann kvænist Hallgerði eftir
bónorðið í 33ja kafla þrátt fyrir allar viðvaranir og heldur mikla
brúðkaupsveizlu sem leiðir af sér ógæfu og fjandskap. Heim kom-
inn til Hlíðarenda í 75ta kafla fer hann „til allra mannfunda ok Igg-
þinga . . . sem ósekr maðr“. Þegar óvinir hans ráða loks á hann
kemur ofmetnaður hans enn fram í því að hann skýtur að þeim
einni af þeirra eigin örvum þótt móðir hans letji hann. Þetta verður
til þess að þeir halda áfram sókninni, en höfðu áður horfið frá.10
Má með sanni segja um háttalag Gunnars hið sarna sem „meistari
Galterus“ sagði um Alexander: „Svá treystisk hann nú sinni gæfu“
- „tanta est fiducia fati“.
Auðvitað má ekki gleyma því að höfundur Njáls sögu hefur hina
mestu aðdáun á Gunnari, einnig þar sem hann sýnir fram á mann-
legan breyskleik hans. Sama er reyndar að segja um viðhorf
Gautiers við Alexander, höfundar Hrólfs sögu við Hrólfi kraka.
Hetjur þessar eru hin mestu mikilmenni fram á sína síðustu stund
þrátt fyrir - eða öllu heldur: vegna þess að þeir eru einnig að sínu
leyti ófullkomnir menn. Það eru örlögin, hamingjan, og loks guð,
sem ráða því hvernig ævi þeirra þróast, hetja er ekki nema að
nokkru leyti siðferðislega áhyrg fyrir gerðum sínum. Hetjan minnir
á sinn hátt á kóng í skáktafli sem dæmdur er til að mjakast yfir
borðið eftir föstum reglum unz hann kemst í mát að lokum. Hann