Skírnir - 01.01.1970, Side 24
22
LARS LONNROTH
SKÍRNIR
er máttvana og umsetinn óvinum, en mestur maður á skákborði
engu að síður. Frá öðru sjónarmiði séð er hetjan „exemplum“ eða
dæmi um rétta og ranga breytni í tilteknum kringumstæðum.
Þessar almennu athuganir eiga að verulegu leyti við um allan
hetjuskáldskap. Þó að slik mynztur sem þessi komi fyrir í Njáls
sögu sanna þau þar fyrir engin áhrif af Alexanders sögu. En sumar
þær hliðstæður sem hér hefur verið bent á með ævi Gunnars og Al-
exanders eru þess eðlis að gera má ráð fyrir sambandi þeirra í
milli.
Fleiri dæmi má nefna. Þannig minnir Njáll ekki einungis á Aristó-
teles heldur einnig á Parmenio, hinn hyggna öldung sem er aðal-ráð-
gjafi Alexanders á herferðinni, en Aristóteles verður eftir heima í
Grikklandi. I seinni hluta sögunnar er Parmenio málsvari ellinnar,
hófsemi og varfærni - hann er fulltrúi Sapientiae gagnvart Fortitudo
Alexanders.2 0 Synir Parmenios eru herskáar hetjur, með hinum
mestu köppum í Grikkjaher. Afstaða þeirra til Parmenios og til
Alexanders líkist sambandi Njálssona við Njál og Gunnar.
I kvæði Gautiers er einnig Daríusi einatt lýst sem aldurhnignum
fulltrúa vizkunnar, og verður honum að því leyti jafnað við Njál.
Áhugaverðasta líkingin er með upphafi 7du bókar Alexanders sögu
þar sem segir frá dauða Daríusar (bls. 101; Alexandreis, VII: 3349
o. áfr.) annars vegar og 128da kafla Njáls sögu, lýsing Njáls-
brennu, hins vegar. Þar eru Njáll og Daríus báðir taldir „feigir“,
en hyggindi þeirra hafa yfirgefið þá - ráðsnilldin bregzt þeim þeg-
ar dauðinn er annars vegar. Njáll vill að synir lians láti húsin hlífa
sér, en Skarphéðinn veit að þetta ráð kemur ekki að haldi - „því
at hann er nú feigr“. Daríus liggur „vakandi í landtjaldi sínu ok
hugsar, hvert ráð hann skal taka, en þat hendir hann sem margan,
at ráðin þrotar fyrir honum, því at ekki má feigum forða“. („Clause-
rat infelix tentoria, solus apud se / De se consilians, sed debile sem-
per et exspes / Consilium miseri, vitamque trahentis in arcto.“)21
Báðir standa þeir máttvana uppi fyrir hverflyndi gæfunnar (ham-
ingja, Fortuna) og dauðanum sem enginn getur vikizt undan. Þessi
hugmynd er því ekki sér-norræn eins og margur hyggur heldur
kemur hún einnig fyrir í latneskum bókmenntum.
I tveimur orrustulýsingum Alexanders sögu er þess getið að ör-
lagagyðjur þrjár (parcae) taki þátt í bardaganum: