Skírnir - 01.01.1970, Page 25
SKÍRNIR
HETJURNAR LÍTA BLEIKA AKRA
23
Ok nú gerisk svá mikit mannfall, at Atrops, ein af þrem systrum, er Qr-
Iggunum stýra, fær eigi svá skjótt slitit QrlagaþráSuna sem þeim þykkir þurfa.
Leggja systur hennar nú niðr verk sitt ok slíta nú allar QrlagaþráSuna sem
þær mega tíSask. Einn veg deyja nú ríkir sem óríkir, því at dauSinn gerir
engan mannamun. (77)22
Gerisk brátt mikit mannfall af hvárum tveggjum, ok svá fór þat skjótt í vQxt,
at tvær af þeim þrem systrum, er QrlQgunum stýra, fá nú varla svá títt spunnit
QrlQgsþráS sem ein slítr. (134)2 3
Þessi dramatíska lýsing, sem á rætur að rekja til klassískra fyrir-
mynda, á sinn líka í frásögn Njálu af því hvernig valkyrjur „vefa“
Brjánsbardaga (157di kafli) og kveða þá Darraðarljóð, en rífa
síðan ofan blóðugan vefinn.
Ohugsandi er að sönnu að þessi minni í Nj álu séu í heilu lagi kom-
in úr Alexanders sögu. Þau styðjast auðvitað við innlend munn-
mæli sem til voru komin áður en kvæði Gautiers þekktist á íslandi.
Njáls og Gunnars er sem kunnugt er getið í Landnámu og öðrum
heimildum fornum. Og Darraðarljóð eru talin forn, úr heiðni eða
fyrstu kristni. Stíll og frásöguháttur Njáls sögu er í meginatriðum
augljóslega íslenzkur - sagan fylgir að því leyti til fremur innlendu
mynztri en erlendu. Engu að síður er það líklegt að höfundur Nj álu
hafi að nokkru leyti lært af Alexanders sögu hvernig fara skyldi með
hin hefðbundnu söguefni og bendla þau við heimspekilegar hug-
myndir 13du aldar. Efniviður hans er íslenzkur, en höfundur skipar
honum saman eftir mynztri sem hann gat lært af Gautier.
Það er til að mynda vert að taka eftir því að í eldri heimildum
er hvergi gerð grein fyrir neinu sambandi á milli Gunnars og Njáls,
þótt hvor fyrir sig séu þeir augljóslega taldir alkunnir menn.21
Meðal annars þess vegna gerðu fræðimenn áður fyrr ráð fyrir því
að Njáls sögu hefði verið steypt saman úr tveimur sjálfstæðum
sögum, *Gunnars sögu og *Njáls sögu. Einar Ól. Sveinsson hefur
sýnt ótvíræðlega fram á að kenningin um tvær sjálfstæðar bóksögur
stenzt ekki.25 En eftir sem áður er ástæða til að ætla að í munnmæl-
um hafi þeir Gunnar og Njáll staðið sjálfstæðari hvor gegnt öðrum
en Njála gefur til kynna - sérstakar sögur hafi gengið um Gunnar
og aðrar um Njál sérstaklega. Sú hugmynd að gera Njál að stöð-
ugum ráðgjafa og betra manni Gunnars getur auðveldlega hafa
mótazt af sambandi Alexanders við Aristóteles og Parmenio í Alex-
anders sögu.