Skírnir - 01.01.1970, Page 27
SKÍRNIR
HETJURNAR LÍTA BLEIKA AKRA
25
skoðun verksins, sem tengir þau öll saman, sem gleggst leiðir í ljós
skyldleika Njálu og Alexanders sögu. A. U. Bááth31 hélt því á sinni
tíð fram með greinargóðum rökum, að Njála hefði í öndverðu verið
syrpa sjálfstæðra þátta sem gengu í munnmælum hver fyrir sig, en
hver sögumaður gat skeytt saman að sínum hætti. I bóksögunni,
segir Bááth, er það örlagahyggja höfundarins sem tengir þætti þessa
saman í skipulega listræna heild. Draumar, forspár og fyrirboðar
verða jafnt og þétt til að beina eftirtekt lesandans að ókomnum at-
burðum og gefa honum til kynna einhvers konar yfirnáttúrlegt sam-
hengi, „æðri merkingu“ hlutanna, sem tengir saman atburði og
atvik sem virðast ósamstæð og óskyld.
Einar Ól. Sveinsson32 og A. U. Bááth hafa báðir haldið því fram
að þetta örlaga-minni sé til muna sterkara í Njálu en nokkurri ann-
arri sögu. Jafnframt er örlagaminnið bendlað við kristilegar hug-
myndir með hætti sem mörgum lesanda kemur torkennilega fyrir
sjónir. Þráfaldlega verður vart við guð, sem ýmist hegnir eða um-
bunar mönnum, „utan“ eða öllu heldur „ofan“ við örlögin. Hann
kveður Kolskegg til að gerast „riddari“ sinn í 81sta kafla, gefur
Ámimda blinda sýn sína í 106ta kafla sögunnar. Njáll segir í brenn-
unni (129da kafla): „Trúið þér ok því, at guð er miskunnsamr, ok
mun hann oss eigi bæði láta brenna þessa heims ok annars.“ Guð
gefur einnig vilja og vald sitt til kynna með undrum og vitrunum
við Brj ánsbardaga, máttugri en nornir þær sem vefa mönnum örlög
í orrustunni.
Margir telja þessa lífskoðun gerða úr ósamkynja efni („heiðin
örlagatrú“ og „kristileg innskot“). En þá gildir eitt og hið sama
um lífskoðun Gautiers. I Alexanders kviðu og Alexanders sögu er
lýst nákvæmlega samskonar hugmyndaheimi og í Njáls sögu þótt
þar hafi aldrei verið getið neinna „innskota“. Orlög koma þar fyrir
sem sjálfstætt „blint“ náttúruafl sem tengir atburði saman. Forspár,
draumar og fyrirboðar gegna jafnmiklu hlutverki og í Njálu. Hetj-
an á farsæld sína komna undir náð náttúrunnar og hamingjunnar.
En það er guð kristinna manna sem að lokum reynist ráða fyrir
bæði náttúru og hamingju.
Trúin á guð og á örlögin er einnig í báðum sögum samfara hetju-
siðferði þar sem frami á veraldarvísu og kristileg auðmýkt er hvort
tveggja gild verðmæti. Eftirsókn eftir frægð og frama er allrar