Skírnir - 01.01.1970, Page 28
26
LARS LONNROTH
SKÍRNIR
virðingar verð, þó svo hún kosti ofbeldi og blóðhefndir. í þessu
tilliti er Gautier ekki hótinu „kristilegri“ en Njálu-höfundur. En
metnaðargirnd getur gengið of langt, orðið að ofmetnaði, ofurást
á jarðneskum fjármunum, virðingarleysi fyrir lögum manna og lög-
máli náttúrunnar. Þá snýr guð örlögunum á móti hinum brotlega
þegni, hvel hamingjunnar snýst og hann steypist ofan úr hásæti
sínu.33
I báðum sögunum verður hin siðferðislega viðmiðun æ því
gleggri sem lengra líður á þær. Alexanders saga fer fram í heiðn-
um hetjuheimi þar sem mest er um frægðina vert. En þegar á sög-
una líður fær hetja hennar, og lesandinn um leið, æ fleiri vísbend-
ingar um ný og betri trúarbrögð sem vænta megi. Fyrri hluti Njáls
sögu gerist í viðlíka, heiðnu umhverfi, en í seinni hluta sögunnar
hafa hetjur hennar þegar tekið kristna trú. Báðar sögurnar byrja
sem hreinar og beinar hetjusögur, en þeim lýkur sem siðferðisleg-
um dæmisögum. Glöggur lesandi kemur samt furðu snemma auga
á kristilegan hugmyndaforða þeirra þar sem lýst er dyggðum og
löstum söguhetjanna - gleggst kannski þar sem þeir Gunnar og
Alexander sjá yfir landið og láta heillast af fríðleik þess, hinum
„bleiku ökrum“.
Á það skal fúslega fallizt að nokkur hætta er á því að ofmeta er-
lend áhrif á íslendingasögur. Hin erlendu áhrif hafa lengi verið
vanmetin: innlendar sögur taldar tilkomnar í alveg aðgreindum
heimi frá heimi hinna þýddu bókmennta. Þegar reynt er að hnekkja
þessari hefðbundnu skoðun kann mönnum að hætta til að ganga
of langt og fara í bráðræði út í öfgar.
Gagnrýnendur hinnar eldri skoðunar hljóta þó að samsinna því
að verk eins og Njáls saga byggist að mjög miklu leyti á innlendri
sagnhefð, einkum og sér í lagi munnmælum. Samjöfnuður við er-
lendar miðaldabókmenntir um stíl, söguhætti og efnisval gefur harla
lítið í aðra hönd. Islenzkir sagnamenn áttu af nógum innlendum
söguefnum að taka, og þeir þurftu ekki að læra af erlendum ritum
hvernig semja skyldi dramatískt samtal eða lýsa átökum svo að les-
andinn léti heillast af frásögninni. Sú list var þeim sjálfum bezt
lagin.
Af þýðingum gátu þeir hins vegar sitthvað lært sem ekki tíðkaðist