Skírnir - 01.01.1970, Síða 29
SKÍRNIR
HETJURNAR LÍTA BLEIKA AKRA
27
í innlendri munnlegri sagnhefð, til að' mynda ýmisleg málskrúðs-
brögð í ýtarlegum lýsingum eða útlistunum andlægra efna. Hin er-
lendu áhrif á stíl Njálu birtast einkum af ræðunum í sögunni, mann-
Iýsingum, lýsing landslags og góðra gripa, svo sem á vopnum hetj-
anna. „Bleikir akrar“ eru af þessum uppruna, hugtak eins og
„kurteiss“, litklæði, myndskreyttir skildir.
En fyrst og fremst birtast hin erlendu áhrif af lífskoðun sögunnar
og hinum víðtækustu byggingarmynztrum hennar. Án þeirra hefði
verið ógerningur að skipa öllu efni sögunnar saman í eina listræna
heild. Þetta sést af samanburðinum við Alexanders sögu. I þessu
sambandi má einu gilda hvort þær hliðstæður með sögunum sem hér
hafa verið raktar fela í sér bein „lán“ eða ekki. Mergurinn málsins
er að báðar sögur heyra til einum og sama hugmyndaheimi: þær
lýsa báðar tilraun miðalda til að sameina hetj uskáldskap og guð-
fræði, örlagahyggju og guðstrú, veraldlegt siðerni boðskap kristi-
legrar auðmýktar og undirgefni. Onnur dæmi af sama tagi koma
fyrir í Karla-Magnúss sögu, Þiðriks sögu af Bern, Trójumanna
sögu og konungasögum þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af er-
lendum fursta- og helgisögum, - til dæmis Ólafs sögu helga, Ólafs
sögu Tryggvasonar, Sverris sögu.
Ekki leikur vafi á því að íslendingasögur 13du aldar eru grein á
hinum sama sagna-meiði þótt þær séu sérstakar um margt. Mikið
verk er óunnið áður en sögulegt samhengi íslendingasagna og þýð-
inga hefur verið leitt í ljós. En til að koma auga á sameiginlegt ævi-
mynztur Gunnars á Hlíðarenda og Alexanders úr Makedóníu þarf
engar flóknar rannsóknir. Það er kappnóg að lesa sögurnar.
Denna Ellingston og Olafur Jónsson
íslenzkuðu
1 Sjá inngang Finns Jónssonar að Alexanders sögu, 1925, bls. I—II; einnig
grein Tryggva Þórhallssonar: „Brandur Jónsson, biskup á Hólum“, Skírnir,
1923, bls. 46-64. Ole Widding hefur haldið því fram að þýðingin sé upp-
runalega norsk og hafi Brandur einungis komið henni á framfæri á Islandi.
„Það finnur hver sem um er hugað“, Skírnir, 1960, bls. 61-73; en Einar
01. Sveinsson andmælti þeirri skoðun, „Athugasemdir um Alexanders sögu
og Gyðinga sögu“, Skírnir, 1961, bls. 237-247. Það skiptir í þessu sam-
bandi engu máli hvort Brandur hefur sjálfur fært þýðinguna í letur (eins