Skírnir - 01.01.1970, Side 31
SKÍRNIR HETJURNAR LÍTA BLEIKA AKRA 29
handritiS). Orkneyinga saga, útg. Finnbogi Guðmundsson; íslenzk fornrit
XXXIV, 1965, bls. 374.
12 Sbr. Finnur Jónsson: op.cit., bls. I—II, XVII. Vert er að veita því eftirtekt
að sögurnar fylgjast að í handritum.
13 Alexandreis, 1:446-452.
14 „Ok ef þú veitir of mikit eptirlæti vínguðinu, er Bakkus heitir, ok ástar-
gyðjunni, er Venus heitir, þá er sem ok sé lagt á háls þér, þat er svá þjáir
huginn, at hann gáir ekki at hugsa þat, er viti gegni. Af þessum hlutum
hrœriz heipt ok hatr ok geriz margskonar klatr.“ Alexanders saga, bls. 7.
Sbr. Alexandreis, 1:177-181: „Si Baccho Venerique vacas, qui cætera sub-
dis / Sub juga venisti, periit delira vacantis / Libertas animi, Veneris
flagrante camino, / Mens hebet interius, rixasque et bella moveri / Im-
perat, et suadet rationis vile sepulcrum."
15 Heiðinn söngvari, Deades (eða Cloades) reyndi að telja konung á að hlífa
borginni: „Hann sgng fyrir konungi með fQgrum strengleik, þat er svá
mælti: ,Heyrðu, Alexander, hinn mildasti konungr, afspringr goðanna, hvárt
ætlar þú þat fyrir at eyða þessa borg með Qllu? . . . Eða hvárt veiztu þat,
at hér var inn helgi Bakkus fœddr í þessi borg? ... En ef þú ert enn ráð-
inn til at drepa allan borgarlýðinn, þá láttu borgina standa með heilu líki,
því at hon er Qll goðunum helguð/ Svá lauk Deades sínu máli, at konungr
skipaz ekki við orð hans, hann lætr alla borgina niðr brjóta svá vandlega,
at þar sem áðr hQfðu verit turnar hávir eða kastalar, þar var nú nálega
slétt jQrð.“ Alexanders saga, bls. 12-13; sbr. Alexandreis, 1:335 o. áfr.
16 Alexanders saga, bls. 16; sbr. Alexandreis, 1:502. Sbr. orð Gunnars í 45ta
kafla Njálu: „En þó vil ek eigi drepa hendi við sóma mínum“; eða vísuna
sem hann kveður dauður í haugi sínum (78di kafli): „Heldr kvazk hjálmi
faldinn / hjQrþilju sjá vilja / vættidraugr en vægja, / val-Freyju stafr
deyja.“ Einar 01. Sveinsson segir um vísuna: „Eflaust má telja, að vísan
sé eldri en sagan og höfundurinn hafi ekki getað fengið af sér að sleppa
henni, þótt efni hennar bryti í bága við frásögn hans . . . Hér er því að
ræða um aðra sögn: Gunnar var svo kappsfullur, að hann vildi ekki vægja
fyrir óvinum sínum, og þess vegna fór hann sínu fram, fór ekki utan. Slíkt
er hetjusagna efni. Finnst mér sú skoðun eðlileg, að hér sé að ræða um
eldri skýringu á því, að Gunnar fór ekki utan, heldur en þá sem kemur
fram í 75. kap.“ (Brennu-Njáls saga, bls. XXXVI-XXXVII.) Mér finnst þó
vísan koma heim við skilning minn á 75ta kafla sögunnar og þurfi þess
vegna ekki að vera um „eldri skýringu" að ræða.
17 Ýtarlegt yfirlit yfir skoðanir fræðimanna á þessu efni hjá Einari Ól. Sveins-
syni: Um Njálu, 1933, bls. 209 o. áfr. Sbr. Brennu-Njáls sögu, bls. XXXIV
o. áfr.
18 111 áhrif kvenna eru einnig yrkisefni í Alexanders sögu: „Cirus konungr
var á sínum dQgum víðlenztr konungr ok sigrsælastr; hans frægð hafði
farit of allan heim, ok hvar sem hann hafði við lent, urðu allir firir hon-