Skírnir - 01.01.1970, Page 33
HERMANN PÁLSSON
Heitstrenging goðans á Aðalbóli
í SKÝringaritum um íslenzkar fornsögur hafa komið fram sund-
urleit viðhorf og ýmiss konar aðferðir, svo að hægt er að tala um til-
teknar stefnur. Fyrir nokkrum áratugum gætti mikilla átaka milli
sagnfestukenningar og bókfestukenningar, en þær andstæður heyra
fortíðinni til að verulegu leyti. Nú á tímum skiptir hitt meira máli,
að sumir fræðimenn leggja sérstaka áherzlu á gildi sagnanna fyrir
germanskan, norrænan og heiðinn hugsunarhátt og telja þær til
hreinræktaðra hetj ubókmennta, en á hinn bóginn eru aðrir, sem leit-
ast við að skýra sögurnar út frá sjónarmiði þess kristna þjóðfélags
sem ól þær. Fyrri stefnuna mætti kalla rómantík í sagnaskýringum
og hina síðari húmanisma. I grein þessari verður tekið til meðferð-
ar eitt atriði í Hrafnkels sögu í því skyni að sýna muninn milli þess-
ara tveggja stefna.
Fyrsti liðurinn í rökfastri atburðarás Hrafnkels sögu er heitstreng-
ing Hrafnkels Freysgoða á Aðalbóli. Þegar höfundur sögunnar hef-
ur lýst ótrúnaði og elsku Hrafnkels á Frey, víkur hann brátt að
hestinum Freyfaxa: „Á þessum hesti hafði hann svo mikla elsku,
að hann strengdi þess heit, að hann skyldi þeim manni að bana
verða, er þeim hesti riði án hans vilja.“ Síðar ræður Hrafnkell Einar
til smalamanns og varar hann þá rækilega við: „En varnað býð ég
þér á einum hlut, ég vil aldrei að þú komir á bak honum, hversu
mikil nauðsyn sem þér er á, því að ég hefi þar allmikið um mælt,
að þeim manni skyldi ég að bana verða, er honum ríður.“ Allt um
það tekur Einar hestinn í leyfisleysi, og þegar Hrafnkell hefur orðið
þess var, fer hann upp í sel og fær játningu smalamanns. Hrafnkell
er minnugur heitstrengingar sinnar og fullnægir henni, er hann hef-
ur minnt fórnarlamb sitt á ummælin: „En vér höfum þann átrúnað,
að ekki verði að þeim mönnum, er heitstrengingar fella á sig.411