Skírnir - 01.01.1970, Page 36
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
Ófeigur í Skörðum og félagar
Drög að athugun á bókafélagi*
I
... Yfirhöfuð sé ég daglega rætast orðtækið „hjálpaðu þér sjálfur“, það getur
hver maður treyst á, að það gildir hér, en það er líka hezt fyrir hvern ein-
stakan, því það knýr hann til [að] gæta sín.
Þessi orð skrifaði ungur íslendingur, Sigfús Magnússon frá
Grenjaðarstað, vestur í Milwaukee í Bandaríkj unum 24. sept. 1873
í bréfi til vinar síns á íslandi, Benedikts Jónssonar, er síðar var
kenndur við Auðnir í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Um þessar mundir var mikill vesturfararhugur í fólki nyrðra.
Fyrsti verulega fjölmenni hópur vesturfara úr Þingeyjarsýslu hafði
einmitt farið sumarið 1873, þ. á m. Stephan G. Stephansson.1 Af
bréfasafni Benedikts á Auðnum má ráða, að öðru hverju hafi alvar-
lega hvarflað að honum að flytjast vestur til Ameríku á árunum
1871-79. Þetta kemur fram í bréfum frá Sigfúsi Magnússyni, er
nefndur var í upphafi, en einnig í bréfum Jóns Halldórssonar frá
Birningsstöðum, sem fluttist til Ameríku, og bréfum Sigurðar Jóns-
sonar frá Gautlöndum, er síðar varð verzlunarstj óri á Vestdalseyri,
en hafði hug á Ameríkuför, áður en hann gekk í þjónustu Tryggva
Gunnarssonar og Gránufélagsins.2 Það er að vísu mikill skaði að
hafa eigi varðveitt á safni bréf Benedikts til þessara manna,
svo að við mættum heyra sjónarmið hans með hans eigin orðum,
en af hréfum vina hans að ráða virðist ljóst, að Benedikt hafi á inn-
ræddu tímabili oftar en einu sinni í fullri alvöru hugsað um að
flytjast vestur um haf.
* Viff samning þessarar ritsmíðar hef ég fengið mikilsverða hjálp hjá Þóri
Friðgeirssyni, hókaverði í Húsavík, og hef notað ritgerð hans, Bókasafn S.-
Þingeyinga, Reykjavík 1961. Þá vil ég og geta þess, að Ólafur Pálmason,
bókavörður í Reykjavík, benti mér á fjölmargar prentaðar heimildir um lestr-
arfélög og bókasöfn á íslandi.