Skírnir - 01.01.1970, Síða 37
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
35
Hér skal ekki freistað að svara því, hvort ráðið hafi ákveðin sögu-
leg lögmál eða hrein tilviljun, að Benedikt Jónsson sat um kyrrt á
landi feðra sinna. Hins vegar er hætt við, að saga Þingeyinga, og
jafnvel alls landsins, hefði orðið nokkuð önnur, ef hann hefði horfið
um haf upp úr 1870.
Ur bréfum margra Ameríkufara, vina Benedikts og annarra, má
lesa hetjulegar sögur um þrautseiga baráttu einstaklinga í framandi
umhverfi, og prestssonurinn frá Grenjaðarstað sá lífsstíl og við-
horf nýja heimsins kristallast í orðtakinu: Hjálpaðu þér sjálfur.
Þetta var veröld hins ameríska draums um takmarkalitla möguleika
dugmikilla manna. Ein leið til að athuga æviverk Benedikts á
Auðnum er að líta á það sem eins konar andsvar við þeirri lífs-
reglu einstaklingshyggjunnar, er birtist í framanskráðu máltæki. í
stað þess að hverfa á vit hinna ónýttu tækifæra framtakssamra ein-
staklinga á sléttum Vesturheims, varð hlutverk hans að bregðast við
vanda á félagslegan hátt. Hann vann ekki lífssigur sinn undir vígorði
sj álfshyggj unnar, heldur í anda mannlegrar samábyrgðar, þeirri
vissu, að eins dauði er allra dauði, eins líf allra líf.
II
Ofan með sýslumann og faktor. Svo herma ýmsar heimildir, að
Suður-Þingeyingar hafi lesið úr skammstöfuninni 0. S. & F.,1 er
stóð að lesa á bókum, sem gengu um héraðið á síðasta áratugi 19.
aldar. Túlkunin studdist við þann raunveruleik, að þeir menn, sem
að skammstöfuninni stóðu, áttu á þeim árum í harðvítugri baráttu
við sýslumann sinn, Benedikt Sveinsson á Héðinshöfða, og faktor
verzlunar 0rums & Wulffs í Húsavík, Þórð Gudjohnsen.
Fyrir þremur árum var ég á ferð í Þingeyj arsýslu og dvaldist þá
nokkra daga í Húsavík, af því að mig langaði að skoða, þótt í flýti
væri, Bókasafn Suður-Þingeyinga, sem ég hafði grun um, að væri
næsta auðugt bóka eftir höfunda frá skeiði bókmenntasögunnar, sem
hefur orðið mér hugleikið. Sannarlega var sjón sögu ríkari. Þó
að tíminn væri naumur, held ég mér hafi tekizt að handleika og
fletta öllum útlendum bókum safnsins, og hér var skammstöfunina
0. S. & F. að lesa á mörgu saurblaði og titilsíðu.
Þótt mér þætti mikils um vert að sj á með eigin augum þetta bóka-
safn, fannst mér hitt meira, er bókavörður safnsins, Þórir Frið-