Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 38
36 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
geirsson, sýndi mér tvær stílakompur. Onnur þeirra er í bleikri kápu
og litlu broti, 11 x 17,5 sm., 80 bls. I henni er varðveitt ritgerð,
Bókasafn S-Þingeyinga, eftir Benedikt Jónsson frá Auönum, skrif-
uð með hans eigin hendi. Ritgerðin er 671/; bls., en auk þess eru
athugasemdir á 4 bls. Hin stílabókin er í gul-rauð-svart-flikróttri
kápu, 16 x 20 sm. að stærð og einnig 80 bls. Þessi bók hefur að
geyma:
1) Skrár yfir félagsmenn í 0. S. & F. bókafélagi frá ári til árs
1889-1901.
2) Skrár yfir keyptar bækur til félagsins á sama tíma.
3) Reikninga félagsins frá ári til árs á sama tíma.
Allar þessar greinargerðir um starfsemina eru með hendi Bene-
dikts á Auðnum, nema greinargerðir um starfsárin 1891-92 og
1892-93 og svo skrá yfir keyptar bækur 1893 [-94] eru með hendi
Péturs Jónssonar á Gautlöndum. Þá eru í bókinni þrjár fundar-
gerðir, og eru tvær þær fyrstu, 21. jan. og 5. des. 1893, með hendi
Péturs á Gautlöndum, en hin síðasta, 30. jan. 1900, með hendi Bene-
dikts á Auðnum. Öftustu 17 bls. bókarinnar eru auðar, en í henni
liggja auk þess 6 laus blöð, samtals 22 bls. (þ. e. 5 tvíblöðungar og
1 einblöðungur), er veita vitneskju um starfsárið 1901-02 og reikn-
ingur frá 1903. Þar er og eitt bréf til félagsins (4 bls.).
Þessi síðarnefnda stílabók með lausblöðum sínum er nefnd
Gjörðabók í þessari ritsmíð.
Þórir Friðgeirsson léði mér fyrst stílakompur þessar til athugunar
og ljósritunar, og við samningu þessarar greinar hefur hann aftur
léð mér þær til að hafa við höndina. Þar sem mér er ekki kunnugt
um, að ýmis vitneskja, er bækur þessar geyma, hafi fyrr verið dregin
fram á prent, samdist svo með okkur ritstjóra Skírnis, að ég reyndi
að gera lesendum ritsins ofurlitla grein fyrir nokkrum þeim upplýs-
ingum, sem þær geyma um bókafélag Ófeigs í Skörðum og félaga.
Þótt segja megi, að þessar tvær heimildir úr fórum Benedikts á
Auðnum, sem nú eru varðveittar í Idúsavík, gefi tiltölulega glögga
mynd af starfsemi bókafélagsins, er mér ljóst, að vafalaust mætti
draga fram fleiri þætti með frekari heimildakönnun. Þannig hefur
mér bætzt nokkur viðbótarvitneskja úr Dagbók Snorra Jónssonar
á Þverá og Endurminningum Sigurðar Jónssonar í Yztafelli. Báðar