Skírnir - 01.01.1970, Side 39
SKÍRNIR ÓFEIGUR í SKÖRÐUM 37
þessar heimildir eru óprentaðar og varðveittar í sýsluskj alasafninu
í Húsavík. Hafa nánustu ættingjar höfundanna og forstöðumenn
sýsluskj alasafnsins leyft mér afnot þeirra. Þá eru miklar heimildir
um bókasafnið, aðstandendur þess og tildrög í bréfasafni Benedikts
sjálfs, er áður er nefnt. Jón Gauti Pétursson hefur leyft mér afnot
af bréfasafni föður síns, Péturs Jónssonar, sem varðveitt er í skjala-
safninu í Húsavík. Úr safni þeirra Gautlendinga í Húsavík hef ég
og fengið gjörðabók Menntafélags Mývetninga. Frá skjalasafninu
í Húsavík hef ég einnig fengið bréf Benedikts á Auðnum til Sigurðar
í Yztafelli úr bréfasafni hans, sem þar er varðveitt. Bréf Péturs á
Gautlöndum til Steingríms Jónssonar, bróður hans, hefur Kristján
Steingrímsson, fyrrum sýslumaður, léð mér, en bréfasafn föður
hans er í lians vörzlu.
Vafalaust leynast þó enn margar heimildir um starf bókafélagsins,
sem mér eru ókunnar. Getur þetta einkum átt við um bréf frá og til
félagsmanna, sem kunna að vera í einkaeign, og væri vel, ef þeir,
sem slík bréf varðveita, kæmu þeim á opinbert safn, svo að þau
megi verða til frekari glöggvunar á verksviði og áhrifum þessa
merkilega bókafélags.
III
Þingeyingar lásu vígorð gegn veraldlegum yfirvöldum úr ein-
kennisstöfum bókafélagsins.
Vissulega áttu Ofeigur í Skörðum og félagar snarpar sennur við
valdsmenn í héraði. Þess má þá minnast, að það var engan veginn
fyrsta hreðan, sem Þingeyingar áttu í við yfirboðara sína, og raunar
mun sú barátta, er fulltrúar næstu kynslóðar á undan, menn eins og
Einar Ásmundsson í Nesi, Björn Halldórsson í Laufási, Tryggvi
Gunnarsson á Hallgilsstöðum og Jón Sigurðsson á Gautlöndum,
háðu við voldugra yfirvald, Pétur Hafstein amtmann, hafa verið
miklu illvígari en skærur Ofeigs í Skörðum og félaga við Benedikt
Sveinsson.1 Deilurnar við amtmann munu hins vegar vafalaust hafa
átt sinn þátt í að ala kynslóðina, sem stóð að Ófeigi í Skörðum og
félögum, upp í hæfilega takmarkaðri virðingu fyrir valdhöfum, boð-
um þeirra og bönnum.
Líkt og deilur þeirra félaga við yfirvald sitt voru ekki nýtt fyrir-