Skírnir - 01.01.1970, Side 41
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
39
Upp úr aldamótunum 1800 voru stofnuð lestrarfélög í Skagafirði,
á Djúpavogi og í Barðastrandarsýslu, en öll störfuðu þau skamman
tíma.7
Ekki ósvipað Hinu íslenzka bókasafns- og lestrarfélagi á Suður-
landi og Hinu norðlenzka bóklestrarfélagi virðist Hið austfirzka
lestrarfélag hafa verið, en það var formlega stofnað 13. júlí 1835
á Eskifirði. Náði félagið yfir báðar Múlasýslur, og i því voru eink-
um embættismenn og verzlunarmenn. Félag þetta var a. m. k. við
lýði fram til 1854.8
Líkari bókakaupafélagi Ófeigs í Skörðum og félaga um allan
tilgang var stofnun bókasafns í Flatey á Breiðafirði, er séra Ólafur
Sívertsen og kona hans, Jóhanna Friðrika, gengust fyrir 1833, og
stofnun Lestrarfélags Gufdæla tíu árum síðar. Telur Lúðvík Krist-
jánsson það vera fyrstu alþýðlegu bókasöfn og lestrarfélög á ís-
landi.9 Lestrarfélög voru síðan stofnuð allvíða um land á 19. öld,
t. a. m. í Langadal 1846,10 í Vestmannaeyjum 1862,11 í Breiðdal í
Suður-Múlasýslu 187812 og víðar, eins og sjá má af prentuðum
bókaskrám og skýrslum lestrarfélaga. Næsta líkt bókakaupafélagi
Ófeigs í Skörðum og félaga um tilgang og skipan var Lestrarfélag
eyfirzkra presta, sem átti upptök sín í tillögum séra Guðmundar
Helgasonar á Hrafnagili á fundi presta í Eyjafjarðarprófastsdæmi
25. og 26. júní 1878 og var formlega stofnað 18. júní 1879. Af
gjörðabók þessa félags, sem varðveitt er í Lbs. 1108, 4to, má sjá,
að þeir keyptu erlendar bækur, einkum á Norðurlandamálum, um
guðfræði og heimspeki, sem síðan gengu milli félagsmanna eftir
ákveðnum reglum. I hóp prestanna bættist svo fljótlega bæjarfóget-
inn á Akureyri, Stefán Thorarensen.
Það varð ekki heldur sagt, að Ófeigur í Skörðum og félagar
riðu á vaðið um stofnun bókakaupa- og lestrarfélags heima í héraði.
I Mývatnssveit hafði starfað lestrarfélag frá árinu 1858.13 Af
prentaðri bókaskrá félagsins, sem út kom 1885, má sjá, að það átti
þá þegar nokkuð bóka á dönsku.14 Þá má sjá af Dagbók Snorra
Jónssonar á Þverá, að starfandi hefur verið lestrarfélag í Helga-
staðahreppi árið 1886.
Þótt ekki verði hér bent á heimildir, er sýni, að framanskráð
bókakaupa- og lestrarfélög eða önnur svipuð hafi vakið hugmyndir
Ófeigs í Skörðum og félaga um bókakaup, er það með ólíkindum,