Skírnir - 01.01.1970, Page 42
40
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
að þeir hafi ekki þekkt til þeirra, a. m. k. þeirra, sem gefiS höfSu
út á prenti lög sín og bókaskrár.
ÞaS félag, sem þó stendur Ófeigi í SkörSum og félögum næst,
bæSi landfræSilega, tímalega og um allan tilgang og aSferSir, er
Menntafélag Mývetninga. Þetta félag var stofnaS 1874 og hafSi
upphaflega þá stefnu „aS hlynna aS menntun og framförum ung-
menna í SkútustaSahreppi, einkum í bóklegri þekkingu.“15 FélagiS
beitti sér fyrir skólahaldi í sveitinni fram til 1881, en í febrúar 1882
var því breytt í bókakaupafélag, er kaupa skyldi bækur á NorSur-
landamálum. I fyrstu var sá háttur hafSur á, aS bækurnar voru
seldar hæstbjóSanda, er þær höfSu gengiS meSal félagsmanna, en
síSar runnu þær til lestrarfélags sveitarinnar. í gjörSabók félagsins
eru varSveittar skrár um keyptar bækur og félagsmenn frá ári til
árs, og ná þær yfir árin 1882-91, en þá er færslu bókarinnar hætt.16
FélagiS hlýtur þó aS hafa starfaS eitthvaS lengur, því aS Ófeigur
í SkörSum og félagar seldu því nokkrar bækur 1893—94.17
MeS miklum rétti má líta á Menntafélag Mývetninga sem eins
konar fyrirrennara og nánustu fyrirmynd Ófeigs í SkörSum og fé-
laga, aS því er varSar kaup og kynning á erlendum bókmenntum.
IV
Hér hefur veriS minnzt á nokkur hóka- og lestrarfélög, sem vel
hefSu mátt verSa Ófeigi í SkörSum og félögum fyrirmynd aS starf-
semi sinni, ef þeir hafa þekkt til þeirra. Einhverjum þeirra hljóta
þeir aS hafa veriS kunnugir, tóku enda sumir þátt í Menntafélagi
Mývetninga. VíSar kom þeim þó vakning áhugans. Benedikt á AuSn-
um segir í ritgerS sinni Bókasafn S-Þingeyinga:
Um þetta [þ. e. menntunargildi bóklestrar] gat ég dæmt af nokkurri
reynslu, því fyrir nokkrum árum höfSum við Sigfús Magnússon á Grenjaðar-
stöðum, Jón Halldórsson á Birningsstöðum og Magnús Þórarinsson á Halldórs-
stöðum haft með okkur samtök um að útvega okkur útlendar bækur með til-
hjálp og leiðbeiningu séra Magnúsar á Grenjaðarstöðum. Hann hafði um mörg
ár haft viðskipti við lyfsala einn í Kaupmannahöfn C. Th. Lohse [svo]1 og
fengið árlega frá honum meðalaforða sinn og fleira, því hann verzlaði með
margt fleira en lyf. /-/ Það vissum við líka, að séra Magnús útvegaði sér
árlega beint frá útlöndum talsvert af nýjum útlendum bókum, og hafði hann
léð okkur sumt af þeim til lestrar, t. d. fyrstu bækur Bjprnstjerne Bjprnsons,
Ibsens o. fl. Nú vildum við sjálfir eignast svona bækur og lesa þær í félagsskap.