Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 43
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
41
Tímaritið „Skírnir" flutti þá árlega frásagnir og skýrslur um ný-útkomnar bæk-
ur á Norðurlöndum. Þessar bókaskrár „stúderuðum" við rækilega og völdum
eftir þeim þær bækur, er við hugðum mestan feng í, en séra Magnús útvegaði
okkur svo bækurnar og leiðbeindi okkur í valinu. Sem dæmi um bókavalið má
nefna það, að á meðal þeirra bóka, sem við þannig eignuðumst, var: Alex.
Humboldt’s „Kosmos". - Bókunum skiptum við á milli okkar, þegar allir höfðu
lesið þær. - Þetta gerðist á árunum 1862-1874 og eru að líkindum fyrstu
„pantanir“ eða bein viðskipti einstaklinga við útlönd hér í héraðinu. Þá voru
hér ekki aðrar samgöngur við útlönd en verzlunarskip 0rum & Wulff’s og
lausakaupmanns Predbjörns, og með þéim voru þessar „pantanir" sendar til
séra Magnúsar eða Sigfúsar sonar hans.2
Fleiri voru þeir en Benedikt á Auðnum í forystusveit Ofeigs í
Skörðum og félaga, sem notað höfðu sér til sjálfsnáms bækur, er til
voru á einstökum bókaheimilum í sýslunni, áður en þeir bundust
samtökum um kaup á erlendum bókmenntum. Þannig segir Sigurður
í Yztafelli um Pétur á Gautlöndum í Endurminningum sínum:
Bókamaður var hann mikill, las margt og mikið, meðfram vegna þess að
hann átti oft örðugt með svefn. Varð honum tíðrætt um bækur við félagsbræð-
ur sína og bar ágætt skyn á slíka hluti. Tók hann við bókasafni föður síns og
jók það sjálfur árlega.3
Sjálfur fékk Sigurður í Yztafelli m. a. aðgang að bókasafni séra
Björns Halldórssonar í Laufási, eins og hann lýsir í Endurminning-
um sínum.4
Ef bréfasafn Benedikts á Auðnum er athugað með hliðsjón af
þeirri vitneskju, sem það veitir um bóklestur og bókalán, má sjá, að
auk þeirra manna, er hann nefnir í ritgerð sinni um bókasafnið, var
Sigurður Jónsson á Gautlöndum mjög í samlögum við hann um út-
vegun bóka á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar. Virðist
Sigurður raunar bafa verið öðrum vinum hans drýgri um bóka-
útveganir. Þegar bréfin eru lesin (en í þeim er oft minnzt á bækur
öðrum en bréfum Magnúsar Þórarinssonar, er veita ekki vitneskju
um þessa starfsemi), má sjá, hversu þrotlaust þeir leituðu sér lestrar-
efnis. Ef einum tókst að fá bók Iéða, lét liann hana oft einnig ganga
til vina sinna, stundum að eiganda bókarinnar fornspurðum. Auk
bóka frá séra Magnúsi á Grenjaðarstað (föður Sigfúsar) og Jóni
alþm. á Gautlöndum komust þeir yfir bækur að láni hjá séra Jóni
Austmann á Halldórsstöðum í Bárðardal, Þorláki G. Jónssyni á
A