Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 44
42
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
Stórutjörnum (hann fór til Ameríku 1873), Tryggva Gunnarssyni
á Hallgilsstöðum o. fl.
Þarna er ekki aðeins um að ræða bækur á íslenzku og Norður-
landamálum. Þannig kveðst Sigurður eitt sinn á ódagsettum seðli
senda Benedikt tvær þýzkar orðabækur, og í bréfi 23. febr. 1870
talar bann um „þýzku bækurnar“. Jón Halldórsson kveðst í bréfi
14. marz 1868 hafa þýzkar bækur til að lesa í, en kvartar undan
tímaleysi. Eftir að Jón Halldórsson fluttist til Ameríku, sendi hann
Benedikt a. m. k. um skeið ritið The Inter Ocean.5
Nöfn bóka og höfunda, er þeir félagar nefna í bréfum, sýna, að
lestrarefni þeirra var fyrst og fremst af skáldskapartagi. Þar eru
þó einnig aðrar bækur á ferð. Sigfús Magnússon þakkar lán á „orða-
bókinni miklu“e og öðru sinni fyrir lán á „Conversations Lexikon“.7
Sigurður á Gautlöndum minnist oft á lexíkon, sem Benedikt fær þar
lánað, og má sjá, að það hefur a. m. k. talið fjögur bindi.8 Eitt sinn9
kveður Sigurður Benedikt af misskilningi hafa sent honum „Holst
Læsebog“, og mun þar hafa verið á ferð kennslubók eftir danska
rithöfundinn Hans Peter Holst, Dansk Læsebog for Mellemclasserne
og de hpjere Classer, sem kom oft út.
Þar sem bókafélagi Ófeigs í Skörðum og félaga var eingöngu
ætlað að kaupa erlendar bækur, þá skiptust hins vegar Benedikt og
vinir hans ekki síður á um íslenzkar bækur á uppvaxtarárum sínum.
í því sambandi nefnir Sigfús Magnússon Pilt og stúlku,10 Baldur,
Pétur og Bergljótu (þýðing Jóns Ólafssonar á sögu Kristofers Jan-
sons),11 Rit Kr[istjáns Jónssonar]12 og Gefn.13 Sigurður á Gaut-
löndum nefnir Nýja sumargjöf,14 Skuggasvein [svo],ls Pilt og
stúlku, Friðþjófskv[æði] [svo] og Sögu af Ásmundi víkingi,10 enn
fremur bækling Jóns Hjaltalíns landlæknis, Docent Paijkulls „En
Sommer i Island“ (útg. Rvk. 1867).17 Hann biður Benedikt tvívegis
að útvega sér Islendingasögur til kaups,18 og biður hann að selja
tvö eintök af Pétri og Bergljótu.19
Meiri hluti þeirra bóka, sem nefndur er í bréfum til Benedikts frá
þessum árum, er þó á erlendum málum, og er ekki ávallt auðvelt að
gera sér grein fyrir, hvaða verk er um að ræða, því að nær aldrei
er höfundur tilgreindur. Hér skal þess þó freistað að bregða upp
ofurlítilli mynd af þeim bókmenntaheimi, er Benedikt og vinir hans
hrærðust í, eftir því sem ráðið verður af bókatitlum í bréfum, með