Skírnir - 01.01.1970, Page 45
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
43
því að bókakaup Ófeigs í Skörðum og félaga eru að einhverju leyti
ávöxtur þess áhuga, er lestur þessara bóka vakti.
I bréfi 19. nóv. 1867 kveðst Sigfús Magnússon láta senda Benedikt
„Paul Værning“. Þar hefur verið á ferðinni saga eftir sænsku skáld-
konuna Emilie Flygare-Carlén, sem var þekktur og vinsæll höfundur
á mótum rómatíkur og raunsæisstefnu og fræg fyrir skerjagarðs-
sögur sínar. Sagan Pál Várning kom fyrst út á sænsku 1844 og var
a. m. k. tvisvar þýdd á dönsku og kom síðari þýðingin út 1865. I
bréfi 13. febr. 1870 dregur Sigfús í efa, að Benedikt eigi að senda
honum Mr. Midshipman Easy, því að hann hafi lítinn tíma til lestrar.
Það er hin alkunna sjóferðasaga Marryats, sem kom fyrst út á ensku
1836 og var þegar til í nokkrum dönskum útgáfum á þessum tíma.20
I sama bréfi segir Sigfús á Grenjaðarstað:
Eg er búinn að lesa Nat og Morgen. /----/ Það er ágæt saga, hún er
svo lipurt skrifuð og hlýtur því að hræra tilfinninguna, og það, sem mér þykir
bezt, að ekkert er fjarskalega aukið21 í henni, hvert heldur það er illt eða
gott.
Hér mun hafa verið um að ræða sögu eftir enska lávarðinn, stjórn-
málamanninn og rithöfundinn Edward Bulwer Lytton. Hann sótti
efni sagna sinna jöfnum höndum í það íburðarmikla samkvæmis-
og ástarlíf, er hann þekkti af eigin reynd, og sögulega atburði. Sag-
an Night and Morning kom fyrst út á ensku 1841 og var til í fleiri
en einni danskri útgáfu, er hér var komið. Sigurður á Gautlöndum
hafði raunar þegar í bréfi 13. júní 1867 beðið Benedikt að útvega
sér þessa skáldsögu, og í bréfi 19. marz 1870 segir hann: „Nú þykir
mér þú vera búinn að halda Nat og Morgen æði lengi fram yfir
hinn tiltekna tíma.“
Sigurður minnist einnig á aðra skáldsögu þessa höfundar, en í
bréfi 25. nóv. 1868 kveðst hann vera að lesa Eugene Aram. Þessi
saga Bulwer Lyttons byggðist á gömlu glæpamáli og kom fyrst út á
ensku 1832. Ekki eru mér kunnar danskar þýðingar á henni fyrir
þann tíma, sem hér um ræðir.
í bréfi til Benedikts 16. febr. 1869 segir Jón Halldórsson frá
Birningsstöðum: „ ... ég hef ekkert lesið nema Philip Rollo,“ og
Sigfús Magnússon þakkar Benedikt lán á Frank Hilton í bréfi 5.
apríl 1870. Báðar þessar sögur voru eftir skozka höfundinn James