Skírnir - 01.01.1970, Side 46
44 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Grant. Hann valdi gjarna efni úr herlífi í sögur sínar. Auk þess
að hann var fágætlega afkastamikið sagnaskáld, skrifaði hann um
sagnfræðileg efni. Báðar voru þessar sögur til í dönskum þýðingum
fyrir þennan tíma.
í bréfi 13. júní 1867 kvartar Sigurður um, að hann sé lélegur í
dönsku og hafi fáa rómana að lesa. Hann biður þó Benedikt að
ljá sér sögu, sem hann segir, að hann eigi og heiti „den tre Frimur-
er“. Þetta mun vera saga eftir danskan höfund, S. Benzon, er hét De
tre Frimurere og kom út í tveimur bindum í Kaupmannahöfn 1862.
í bréfi, 11. marz 186[8], minnist Sigurður á „Miinchhausens-
ferðasöguna“, sem óþarft er að fara fleiri orðum um, og Spionen.
Þar hygg ég, að um sé að ræða danska þýðing á The Spy eftir
Bandaríkjamanninn James F. Cooper, er kom fyrst út 1821 og varð
til þess að afla höfundi sínum nafns sem fyrsta þekkta sagnaskáldi
Bandaríkj amanna. Sagan var fyrst þýdd á dönsku 1825, og lá
einnig fyrir í yngri útgáfu á þessum tíma. Það styrkir þessa tilgátu,
hversu kunnuglega Sigurður talar um höfundinn í bréfi til Benedikts
23. febr. 1870, er hann segir, að flestar skáldsögur í bókasafninu á
Akureyri séu eftir Cooper og Walter Scott.
Danskar þýðingar á enskum skáldsögum eru ofarlega á blaði
sem lestrarefni þeirra félaga, og næst verður á vegi okkar Adam
Bede, raunsæileg sveitalífssaga, eftir ensku skáldkonuna George
Eliot. I bréfi 8. marz 1868 kveðst Sigurður ætla að senda Benedikt
hana, og aftur segir hann í bréfi 16. marz 1869:
Loksins er eg nú búinn að lesa „Adam Bede“, og sendi eg þér hann nú hér
með. Mér þykir hann allfallegur, samt ekki eins fallegur og af honum hefur
verið látið, efnið er svo ótæklega dregið í honum, en reyndar er hann prýði-
lega ritaður; finnst þér ekki, að margt af heldra kvenfólki nú á tímum bera sig
líkt að í heiminum eins og aumingja Hetty gjörði fyrri part ævi sinnar...
1 bréfi 24. marz 1868 segir Sigurður við Benedikt: „ .. . ekkert
get eg sagt þér um, hvert þú munir mega ljá „Harold Tracy“ einnri
manneskju . . .“ Dönsk þýðing á þessari ensku sögu hafði komið
1858. I Dansk Bogfortegnelse er höfundur nefndur Smith, og hefur
mér reynzt ofvaxið að finna frekari upplýsingar.
Sigurður hælir sögunni Kenilworth eftir Walter Scott í bréfi 25.
nóv. 1868, og 11. apríl 1870 gefur hann Benedikt leyfi til að ganga