Skírnir - 01.01.1970, Side 47
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
45
eftir sögunni hjá Hernit í Garði, sem þá hefur hana í láni. Þessi saga
kom fyrst út á ensku 1821 og lá fyrir í dönskum þýðingum í nokkr-
um útgáfum, er hér var komið. I sama bréfi og Sigurður lofar Kenil-
worth segir hann: „Hér með sendi eg þér rómaninn minn og „Kj0b-
manden paa Als“.“ Þetta var dönsk skáldsaga, er kom út án höfund-
arnafns 1867. Hana hafa þeir fengið tiltölulega fljótt.
I bréfi 16. marz 1869 kveðst Sigurður hafa bætt við á bókapönt-
unarlista „J. H. Wessel samlede skrifter". Ekki hef ég heimild
fyrir, hvort sú pöntun barst þeim félögum, og óþarft að kynna frek-
ar þetta norska skáld, sem mörgum Islendingi hefur skemmt og haft
bein áhrif á bókmenntir okkar.22
Sigurður skrifar Benedikt 21. jan. 1870:
Hér meS sendi eg þér rómaninn hennar Þórunnar, en Moskilden sendi eg
þér ekki í þetta sinn, ég er að sönnu búinn að lesa hann, en Þórunni langar
ósköp til að lesa hann og þess vegna vogast eg til [að] halda honum fram
yfir helgina.
Moskilden kom út í Danmörku 1856 og mun hafa verið þýðing
á sögu eftir bandarísku skáldkonuna Caroline Lee Hentz, Marcus
Warland or The Long Moss Spring, er kom út 1852.
Með bréfi 11. apríl 1870 sendi Sigurður Benedikt Guldsþgerne.
Þetta mun hafa verið skáldsaga eftir franska höfundinn Gabriel
Ferry (dulnefni Louis de Bellemares). Hann dvaldist langan tíma í
Mexíkó og skrifaði síðan firnavinsælar sögur um indjána og frum-
byggjalíf Ameríku í stíl Coopers. Sögur hans birtust fyrst í Revue
des deux mondes og komu ekki í bókarformi fyrr en eftir dauða
hans. Á dönsku kom Guldsþgerne út 1852. í sama bréfi segir Sigurð-
ur, að Benedikt skuli fá Den sorte Haand innan skamms. Þetta var
dönsk þýðing á sögulegri skáldsögu, Svarta handen, eftir sænska
höfundinn Carl Fredrik Ridderstad. Um leið og Sigurður sendi Den
sorte Haand með bréfi 24. apríl 1870, kvaðst hann senda Ebbe og
Flod eftir J. F. Smith til Sigfúsar, sem í bréfi 15. maí kvaðst ekki
búinn með söguna, en mundu senda hana bráðlega til Benedikts.
Þessi saga mun hafa komið út í danskri þýðingu 1859-60.
Ég hef lesið skruddu, sem er álíka stór og Vídalínspostulla af einhvurjum
„Tom Jones“, svo þú getur nærri hvurt ég er mjög illa á mig kominn í andleg-
um efnum ...