Skírnir - 01.01.1970, Side 48
46 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Svo kemst Jón Halldórsson frá Birningsstöðum að orði í bréfi til
Benedik'.s 23. okt. 1870. Er óþarft að fara fleiri orðum um það, að
hér hefur hið heimsfræga og klassíska verk Henrys Fieldings borizt á
fjörur þeirra félaga, þótt Jón taki ekki gizka hátíðlega til orða um
meistarana. Klassískt er einnig það verk, er síðast verður nefnt í
þessari upptalningu bóka, sem gengu á milli þeirra félaga og höf-
undargreindar verða. Sigurður á Gautlöndum segir í bréfi 20. nóv.
1870:
Viltu ekki gjöra svo vel og lána „Fredmans Epistlar" dálítinn tíma. Ég skal
passa þá fyrir öllum skemmdum.
Það má vekja athygli og boðar nokkuð bókaval Ofeigs í Skörðum
og félaga síðar, að Pistlar Bellmans er eina útlenda ljóðasafnið, er
ber á góma í bréfum þeirra félaga. Má geta sér til, að það hafi ekki
síður verið tónlist Bellmans en kvæði, sem löðuðu Benedikt að hinu
sænska skáldi, en sem kunnugt er, var Benedikt ekki miður unnandi
tónlist en bókum.
Auk þeirra bóka, sem hér hefur verið reynt að benda á höfunda
að, nefna þeir fimm skáldsögur, sem ég kann ekki frekari deili á en
nöfnin, sem í bréfunum standa: Kembrokk og Stúart, Famelien von
Halden,23 Kjærligheds Konflicter,24 Slagsmaalet25 og Giftbland-
ersken.26 Þá þakkar Sigfús Magnússon Benedikt fyrir lán á Guld-
berg í bréfi 29. apríl 1873. Þar kynni að vera um að ræða dulnefni
danska höfundarins L. J. Flamand, sem gaf út bækur með sögulegu
efni undir þessu nafni á sjötta áratugi síðustu aldar, t. a. m. um Dy-
veke, ástkonu Kristjáns II, Niels Ebbesen, Peter Tordenskjold o. fl.
Nokkur vel þekkt dönsk tímarit og blöð minnast þeir á og flest af
léttara tagi svo sem Dansk Folkekalender, Aftenlæsning, Illustreret
Tidende og Dags-Avisen.
Hér hefur nú verið rakin nokkuð sú vitneskja, sem bréfasafn
Benedikts Jónssonar gefur um bóklestur hans og nokkurra vina hans
á yngri árum þeirra. Þessar bækur báru neistann, er kveikti bál
áhugans, sem hratt af stað stofnun bókakaupafélags Öfeigs í Skörð-
um og félaga. Þótt þarna á meðal séu sístæð verk, eru önnur þeirra
léttvægari og flestar bækurnar skemmtunarefni, enda frá því skeiði
skáldsagnaritunar, er sú bókmenntagrein þjónaði sjónarmiði list-
rænnar skemmtunar um aðra hluti fram. Ef þessar bækur eru bornar