Skírnir - 01.01.1970, Page 49
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
47
saman við bókalista Ófeigs í Skörðum og félaga, er síðar verða
birtir, sjáum við svipaða þróun í bókavali og Halldór Laxness kveð-
ur Benedikt síðar hafa stutt að hjá yngri sýslungum:
Mér er sagt, að hann hafi sem bókavörður alið menn þannig upp til lest-
urs, að senda þeim þær bækur, sem hann taldi hvern og einn mann fyrir í
svip, en smáþyngdi lesninguna eftir því sem honum þótti skjólstæðingnum
fara fram að viti og þekkingu.27
Fleiri rök lágu þó að baki stofnun Ófeigs í Skörðum og félaga en
bóklestur og bókakaupin ein. Skal nú að þeim málefnum hugað.
V
Vorið 1854 var Búnaðarfélag Suður-Þingeyinga stofnað á Einars-
stöðum.1 Það hafði auk forgöngu í búnaðarefnum beinan pólitísk-
an tilgang og gekkst á næstu árum fyrir héraðs- eða sýslufundum.
1 utanför sinni 1863-64 hafði Tryggvi Gunnarsson í Noregi
kynnzt Selskapet for Norges vel2 og hafði strax hug á, að unnt væri
að stofna svipað þjóðnytjafélag á Islandi. Eftir heimkomuna tók
hann 1865 við forystu Búnaðarfélagsins af Jóni Sigurðssyni á Gaut-
löndum.8 Tryggvi sat á alþingi 1869 og efldist þá í þeim ásetningi
að hrinda fram stofnun þjóðlegs félags,4 og á héraðsfundi á Stóru-
tjörnum 9. júní 1870 voru lögð fyrstu drög að stofnun Þjóðvina-
félagsins,5 er síðan var endanlega stofnað í Reykjavík 19. ágúst
1871.° Af aðstandendum var Þj óðvinafélaginu í upphafi ætlað mik-
ið pólitískt hlutverk, en það hvarf fljótlega frá stj órnmálalegum
markmiðum að friðsamari starfsemi bókaútgáfu og almennings-
fræðslu.
Sá þáttur, er Þingeyingar höfðu átt að stofnun félagsins, hafði
það í för með sér, að þeir töldu sig örlög þess nokkru varða. í rit-
gerð sinni, Bókasafn S-Þingeyinga, telur Benedikt Jónsson, að von-
brigði ungra manna í héraðinu yfir pólitísku aðgerðaleysi Þjóð-
vinafélagsins hafi beinlínis verið sterkasta rótin undir stofnun Þjóð-
liðs íslendinga.7 Hugmyndina að herskipulagi Þjóðliðsins kveður
hann ungu mennina hafa fengið frá Einari í Nesi.8 í Dagbók sinni
kveður Snorri á Þverá Þjóðliðið stofnað 24. júní 1884.9 Þrátt fyrir
góðan vilja og tilraunir til að ná samstöðu bæði með flokki stúdenta
í Kaupmannahöfn, Velvakanda og bræðrum hans,10 og Þjóðfrelsis-