Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 50
48
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
félagi Jóns Ólafssonar og Þorláks Ó. Johnsonar í Reykjavík11 tókst
Þjóðliðinu ekki að verða sá landsmálaflokkur, er hugur forystu-
mannanna stóð til. Það lognaðist út af sem pólitískur flokkur, og
fara síðast sögur af því vorið 1888.12 Þá brugðu oddvitar þess í
Þingeyj arsýslu á annaö ráð. Benedikt Jónsson segir svo frá:
Hinn 14. desember árið 1888 áttu fund með sér að Einarsstöðum í Reykja-
dal 14 menn úr ýmsum sveitum Suður-Þingeyjarsýslu austan Ljósavatnsskarðs.
Til þessa fundar höfðu þrír menn boðað, þeir Benedikt Jónsson á Auðnum,
Pétur Jónsson á Gautlöndum og Jón Jónsson, þá á Reykjum, en síðar í Múla. -
Fundur þessi var ekki almennt boðaður, heldur í kyrrþey aðeins 20 mönnum,
og tiigangurinn var að koma á eins konar félagsskap eða réttara sagt samvinnu
á milli þessara ákveðnu manna. Þeir 6 af þeim, sem kvaddir voru til fundarins,
en ekki mættu, bættust síðar í hópinn, en aldrei urðu félagar þessir fleiri en
20. -
I fundargerð fyrsta fundarins segir svo um tilgang fundarboðendanna, að
hann sé: „að efla samtök og samvinnu þeirra yngri manna í héraðinu, sem
fylgja vilja frjálslegri framsóknarstefnu í félagsmálum og menntamálum, eyða
hleypidómum, vanafestu og sérgæðingshætti, en efla sanna menntun og menn-
ingu, mannúð, samhjálp og samvizkufrelsi.“ /-/
Engin skrifuð lög settu þessir bandamenn sér, en nokkrar óskráðar, munn-
lega fluttar reglur voru viðteknar, og var Pétur á Gautlöndum kjörinn lögsögu-
maður bandamanna.13
Þar með voru stofnuð samtökin Ófeigur í Skörðum og félagar.
Raunar var Ófeigur í Skörðum dulnefni, sem Jón Jónsson (síðar í
Múla) notaði.14 Félagsskapur þessi hefur einnig gengið undir öðr-
um nöfnum. Huldufélagið er nafn, sem oft hefur heyrzt.15
Fyrsta nafngift samtakanna virðist þó hafa verið hvorug þessi.
Snorri Jónsson segir í Dagbók sinni 14. des. 1888:
Norðvlestan] og hríð, allgott um kveldið. Nokkrir menn héldu fund á Ein-
arsstöðum og mynduðu flokk, sem heitir „Undiralda",18 og er það í þeim til-
gangi að reyna að hafa áhrif á framfaramál héraðsins og að spyrna á móti því,
sem miður fer, og vernda réttinn og að reyna að útrýma því, sem er siðspillandi
m. fl.
1 sambandi við flokksheitið Undiröldu er vert að minna á upp-
hafslínurnar í kvæði Einars Benediktssonar, Bréfi í Ijóöum til Þing-
vallafundarins 1888, en hann var haldinn 20.-21. ágúst, og var
kvæðið þá prentaö sér: